Úrval - 01.08.1951, Side 124
122
ÚRVAL
Marliani, settist að í íbúð nr.
7, sem var á milli þeirra.
Auk þess sem frú Marliani
var þarna sem einskonar vel-
sæmisvörður, svo að enginn
skyldi hneykslast, varð það að
samkomulagi. að hinir frægu
nábúar hennar borðuðu hjá
henni og tækju á móti gestum
sínum í salarkynnum hennar.
Samband þeirra George Sand
og Chopins virtist ætla að fara
betur en margir höfðu búizt við.
Þau áttu fáa vini sameiginlega,
og áhugamál þeirra voru jafn-
ólík og frábrugðin og þær tvær
stéttir, sem þau hvort um sig
töldu sig tilheyra. Yfirleitt mátti
segja, að sambúðin væri góð.
George bar virðingu fyrir Cho-
pin og snilligáfu hans, og varð
alltaf auðmjúk og hrærð þegar
hann ræddi við hana um tón-
smíðar sínar — ,,því að hann
spurði mig ráða á sama hátt
og Moliére vinnukonuna sína“.
Enda þótt þau væru ekki sam-
mála um neitt nema list hans,
enda þótt þau væru á öndverð-
um meiði í stjórnmálum og lífs-
skoðanir þeirra væru gerólíkar,
þá bar George of mikla virðingu
fyrir persónuleika Chopins til
þess að reyna að hafa áhrif á
hann. Hún tók hann að sér eins
og hann væri einhver dásamleg-
ur paradísarfugl, sem að vísu
var erfitt að tjónka við og var
þess utan mjög þurftarfrekur,
en sem hún varð þó að vernda,
því að annars mvndi fara illa
fyrir honum í þessu ókunna
landi.
Á hinn bóginn bar Chopin full-
komið traust til hennar eins og
og sá, sem reikað hefur stað
úr stað og loks fundið heimili
sitt. Enda þótt þau hefðu and-
stæðar skoðanir um margt og
honum væri lítið um öreigalýð-
inn, sem safnaðist hvar\retna
kringum hana, fann hann allt-
af hjá henni hlý.ju og vernd.
Styrkur hennar jók sjálfstraust
hans og mátt.
*
Chopin var nú búinn að ná
fullum þroska í list sinni. Það
bar enn á viðkvæmni í tónsmíð-
um hans, en hún var orðin dýpri
en áður. Frumleiki hans var sem
angan, er hann einn gat and-
að frá sér gegnum verk sín, ef
svo mætti að orði komast.
,,í einni prelúdíu eftir Cho-
pin,“ sagði George, ,,er meiri
músik en í öllum hávaða Meyer-
beers“ — og James Huneker var
á sömu skoðun, bví að hann
sagði, að í músik Chopins birt-
ist harmur heillar þjóðar.
Chopin lét betur að vinna að
tónsmíðum sínum í Nohant en
í París. Þegar hann sat þar einn
við píanóið í herbergi sínu og
naut einverunnar við að semja
lag eða láta sig dreyma, lifði
hann sínar sælustu stundii-, enda
vissi George það vel. Erfiðleik-
arnir hófust þá fyrst, þegar
hann fór að skrifa upp lagið
og ganga endanlega frá því.
„Bögum saman lokaði hann sig