Úrval - 01.08.1951, Síða 54
52
ÚKVAL
og net og sérhver þumlungur
lands er ræktaður. Hundruð
hvítklæddra manna voru á víð
og dreif um sléttuna. Það voru
bændurnir, sem unnu bognu
baki í hvítum mussum sínum.
Ibrahim hafði tekið með sér
asnann og uxann, sem Abu
Zeyd sagði okkur alvarlegur að
væri sér dýrmætari en konan.
Það var sáningartími fyrir
bómull og allsstaðar var verið
lo undirbúa jörðina; amboðin
veru frumstætt hlújárn, sem
Ibrahim handlék af mikilli
leikni. Nútímagarðyrkjuverk-
færi sáust hvergi. Þetta voru
hinir ævafornu, óumbreytilegu
lifnaðarhættir fornegypta í
Nílardalnum.
Þegar við fórum burt af akr-
inum sagði læknirinn mér, að
Ibrahim væri einn þeirra ótal-
mörgu egypzku sveitamanna,
sem þjáðust af sjúkdómi, er
nefnist bilharzia. Tveir af hverj-
um þrem fellahin eru taldir
þjást af bilharzia. Sjúkdóm-
urinn er sjaldan banvænn, en
hann dregur mjög úr andlegum
og líkamlegum þrótti manna og
stafar frá ormum, er lifa sem
sníkjudýr í innyflum manna.
Þeir lifa einnig í vatni og það-
an kemur smitunin. „Þettafer
því einskonar atvinnusjúkdóm-
ur,“ sagði læknirinn. En það er
fleira, sem þjáir egypzka sveita-
alþýðu: vaneldi og fylgikvillar
þess svo sem pellagra (af B-
vítamínskorti) og blóðleysi.
Þrengslin og óþrifnaðurinn
stuðla mjög að útbreiðslu
berkla. Taugaveiki og blóðsótt
eru landlægar, trákóma (augn-
sjúkdómur) mjög útbreidd. Til
stuðnings máli sínu benti lækn-
irinn öðru hverju á böm eða
bændur, sem urðu á vegi okkar
og báru merki einhverra þess-
ara sjúkdóma.
Sindbis er eitt af þeim fimm
þorpum, sem Rockefellerstofn-
unin og egypzka stjórnin hafa
valið til heilsuverndartilrauna
sinna. Það eru til lækningar við
öllum þessum sjúkdómum —
sumar félagslegs en aðrar lækn-
isfræðilegs eðlis, og í þessum
fimm þorpum hefur þeim verið
beitt með eftartektarverðum ár-
angri. Stöðug úðun með skor-
dýraeitri hefur næstum útrýmt
moskítóflugunum og öðrum
sýklaberandi flugum. Á einum
stað sáum við þorpsbúa sækja
sér vatn í nýtt lokað vatnsból,
þar sem þeir fá ómengað
drykkjarvatn í stað mengaðs
og gruggugs vatns úr áveitu-