Úrval - 01.08.1951, Síða 56
Amerískur verkfræðingur hefur
búið til hreyfil, sem ætlað
er að valda muni —
Bylting í gerð benzín h reyfla.
Grein úr „Nation’s Business“,
eftir Harland Manchester.
T lítilli rannsóknarstofu í borg-
inni Beacon í New Yorkríki
í Bandaríkjunum er nýr hreyf-
ill, sem valda mun byltingu í
bifreiðaiðnaði og olíuhreinsun,
ef hann uppfyllir þær vonir,
sem fengin reynsla hefur gefið
tilefni til. Þegar ég sá þennan
hreyfil fyrst gekk hann fyrir
„100-octane“ benzíni (dýrustu
tegund benzíns) með álagi, sem
svaraði til aksturs á venjulegum
vegi. Því næst skipti uppfinn-
ingamaðurinn um eldsneyti, lét
hann ganga fyrir steinolíu.
Hreyfillinn hefði átt að „berja
sig“ svo að allt hefði leikið á
reiðiskjálfi, en í stað þess mal-
aði hann eins og kettlingur, og
vísirinn á hitamælinum haggað-
ist ekki.
Hreyfill þessi er uppfinning
Everetts M. Barber verkfræð-
ings hjá The Texas Company,
en í mörg undanfarin ár hefur
verið unnið að því á rannsókn-
arstofu þess í Beacon að búa til
hreyfill, sem ekki „ber sig“.
„Barsmíði" hefur alla tíð sett
hreyfilorkunni takmörk, og
miljörðum dollara hefur á und-
anförnum 30 árum verið varið
til að vinna bug á henni. Aðal-
ráðið til að fá rneiri orku og
sparneytni er að auka sam-
þjöppun benzínloftsins, láta
bulluna fara lengra upp í
strokkinn. Við það þjappast
benzínloftið meira saman og út-
þensla þess verður meiri við
brunann og drífur því bulluna
niður af meira afli. En ef ekki
er notað „octane-hátt“ benzín,
kviknar of fljótt í hluta af gas-
inu, og dregur það úr orkunni
og veldur barsmíði. Með því að
bæta tetraethyl blýi í benzínið
og með ýmsum öðrum kemísk-
um aðferðum, hefur mönnum
tekizt að hækka octane-töluna,
en það eykur mjög kostnaðinn