Úrval - 01.08.1951, Síða 119
ÞEGAR HJARTAÐ RÆÐUR —
117
elska eins og ég elska . . . Ó,
George! Fyrsta og síðasta ástin
mín!“
George dvaldi í Nohant, en
nndi hag sínum illa. Casimir var
henni erfiðari en nokkru sinni
fyrr, enda hafði margskonar
orðasveimur borizt að eyrum
hans. Enda þótt þau hjónin
hefðu í raun og veru skilið í
janúar 1831 og Casimir dveldi
nú í Nohant fyrir náð konu
sinnar, sárnaði honum ákaflega
að vera kokkálaður þannig fyr-
ir allra augum. Honum leiddist
auk þess í Nohant og fékk oft
æðisköst, sem gerðu börnin
dauðhrædd.
George fór aftur til Parísar
með börnin í október mánuði,
kom þeim í skóla þar og beið
síðan átekta.
Hún hitti Pagello, sem beið
komu Mussets með miklum ugg.
Hann var farinn að æfa sig í
að skjóta af skammbyssu, því
að allir fullyrtu, að hann yrði
að heyja einvígi við Musset.
Hann dauðlangaði að komast
burt úr borginni. George vildi
líka fegin losna við hann. Hún
gaf honum fimm hundruð
franka, svo að hann gæti keypt
sér ný skurðlæknistæki.
Musset kom til Parísar um
miðjan október 1834. Ekkert
einvígi var háð. Pagello fór úr
borginni tuttugasta og þriðja
sama mánaðar. Þau George
kvöddust án þess að mæla orð.
Hann þrýsti hönd hennar, en
gat ekki horft framan í hana.
Pagello var ekki fyrr horfinn
úr borginni en þau George og
Musset gleymdu öllum góðum
áformum og tóku saman á ný.
Sambúð þeirra varð fljótlega
skrykkjótt, eins og hún hafði
verið, áður en Pagello komst í
spihð. Þau rifust og kvöldu
hvort annað með ásökunum og
afbrýðisemi. Musset vildi fá að
vita, hvernig, hvenær og hvar
Pagello hefði náð George á vald
sitt. George grét, en þó elsk-
aði hún hann, þrátt fyrir harð-
úð hans.
En stundum minntist hún
þess, að hún var George Sand,
og þá reis hún upp og snerist til
varnar. ,,Hvað ertu að biðja
mig um? Spurningar, tortryggni
ásakanir . . . Hvers vegna ert
þú að tala við mig um Pietro,
þegar ég var búin að banna þér
það? Og hvaða rétt hefur þú
til að spyrja mig um dvöl mína
í Feneyjum? Tilheyrði ég þér
í Feneyjum? . . . Pietro kom
og hjúkraði mér. Þá varstu ekki
afbrýðisamur og ég elskaði hann
ekki heldur þá. En þó að ég
hefði elskað hann og gefið mig
á vald hans — hvað kom þér
það við, sem kallaðir mig leið-
indaskjóðu, skýjaglóp og asna?
. . . Þú mátt halda það, sem
þú vilt. Ég svara þér aðeins með
einu: úr því að ég var ekki leng-
ur þín, þá var ég frjáls að því
að veita honum blíðu mína. . . .
Mig langar ekki í meiri ást. Ég
er búin að þjást of mikið. Þú
vilt, að ég ljúgi að þér, að ég