Úrval - 01.08.1951, Side 119

Úrval - 01.08.1951, Side 119
ÞEGAR HJARTAÐ RÆÐUR — 117 elska eins og ég elska . . . Ó, George! Fyrsta og síðasta ástin mín!“ George dvaldi í Nohant, en nndi hag sínum illa. Casimir var henni erfiðari en nokkru sinni fyrr, enda hafði margskonar orðasveimur borizt að eyrum hans. Enda þótt þau hjónin hefðu í raun og veru skilið í janúar 1831 og Casimir dveldi nú í Nohant fyrir náð konu sinnar, sárnaði honum ákaflega að vera kokkálaður þannig fyr- ir allra augum. Honum leiddist auk þess í Nohant og fékk oft æðisköst, sem gerðu börnin dauðhrædd. George fór aftur til Parísar með börnin í október mánuði, kom þeim í skóla þar og beið síðan átekta. Hún hitti Pagello, sem beið komu Mussets með miklum ugg. Hann var farinn að æfa sig í að skjóta af skammbyssu, því að allir fullyrtu, að hann yrði að heyja einvígi við Musset. Hann dauðlangaði að komast burt úr borginni. George vildi líka fegin losna við hann. Hún gaf honum fimm hundruð franka, svo að hann gæti keypt sér ný skurðlæknistæki. Musset kom til Parísar um miðjan október 1834. Ekkert einvígi var háð. Pagello fór úr borginni tuttugasta og þriðja sama mánaðar. Þau George kvöddust án þess að mæla orð. Hann þrýsti hönd hennar, en gat ekki horft framan í hana. Pagello var ekki fyrr horfinn úr borginni en þau George og Musset gleymdu öllum góðum áformum og tóku saman á ný. Sambúð þeirra varð fljótlega skrykkjótt, eins og hún hafði verið, áður en Pagello komst í spihð. Þau rifust og kvöldu hvort annað með ásökunum og afbrýðisemi. Musset vildi fá að vita, hvernig, hvenær og hvar Pagello hefði náð George á vald sitt. George grét, en þó elsk- aði hún hann, þrátt fyrir harð- úð hans. En stundum minntist hún þess, að hún var George Sand, og þá reis hún upp og snerist til varnar. ,,Hvað ertu að biðja mig um? Spurningar, tortryggni ásakanir . . . Hvers vegna ert þú að tala við mig um Pietro, þegar ég var búin að banna þér það? Og hvaða rétt hefur þú til að spyrja mig um dvöl mína í Feneyjum? Tilheyrði ég þér í Feneyjum? . . . Pietro kom og hjúkraði mér. Þá varstu ekki afbrýðisamur og ég elskaði hann ekki heldur þá. En þó að ég hefði elskað hann og gefið mig á vald hans — hvað kom þér það við, sem kallaðir mig leið- indaskjóðu, skýjaglóp og asna? . . . Þú mátt halda það, sem þú vilt. Ég svara þér aðeins með einu: úr því að ég var ekki leng- ur þín, þá var ég frjáls að því að veita honum blíðu mína. . . . Mig langar ekki í meiri ást. Ég er búin að þjást of mikið. Þú vilt, að ég ljúgi að þér, að ég
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.