Úrval - 01.08.1951, Side 33
Indland á báðum áttum.
Grein úr „Fortune“,
eftir Kusiun Nair.
k LMENNINGSÁLITIÐ í Am-
eríku treystir á indverska
sambandsríkið sem öflugasta
varnargarðinn gegn kommún-
ismanum í Asíu. Þetta er of-
traust.
Það er ekki lengur víst, að
Indland berjist við hlið hinna
vestrænu lýðræðisríkja, eða geti
sjálft varðveitt lýðræði sitt, ef
heimurinn fer í bál að nýju. Ind-
verjar eru ekki sannfærðir um
að lýðræðisríkin séu þess virði
að barist sé fyrir þau gegn
Rússlandi eða kommúnisman-
um.
Efagirni þessi á sér tvær or-
sakir. Hin fyrri er sú trú, að
þótt heimsvaldastefna vest-
rænna lýðræðisríkja sé að deyja
út, sé hún ekki enn dauð og
muni ekki sleppa taki sínu af
fúsum vilja. 1 augum indverja
er ekki hægt að réttlæta erlent
hernám, jafnvel ekki þótt það
sé í þágu baráttunnar gegn
kommúnismanum. Svo mikil er
óbeitin á því.
Tímaritið fylgdi greminni úr hlaði
með svofelldum ummælum: „Grein
þessi kann að reynast ógeðfelld vest-
rænum bragðlaukum, en hún er rétt-
ur raunsæis borinn fram af indverskri
athafnakonu, sem er vinveitt vest-
rænum hugsjónum og félagsháttum.
Frú Nair er forstjóri indversk út-
gáfufélags og ritstjóri tímarits, sem
gefið er út á ensku.
I augum indverja er návist
hollendinga í Indonesíu, frakka
í Indo-Kína og Norður-Afríku,
breta í Malaja og Afríku (þeir
eiga enn 40 nýlendur) ögrun. Sú
staðreynd, að í öllum tilfellum
hafa þessi heimsveldi notið
stuðnings eða vingjarnlegs hlut-
leysis Bandaríkjanna, hefur
vakið tortryggni í garð eina
stórveldisins, sem hingað til
hefur haft hreinan skjöld í ný-
lendumálum.
Það er nú almenn skoðun
meðal indverja, að Bandaríkin
séu ekki aðeins að styðja gamla