Úrval - 01.08.1951, Qupperneq 53
I HEIMSÖKN HJÁ EGYPZKUM BÓNDA.
51
kannski eitthvað meiri tekjur,
aðrir minni.
Svo förum við inn í næsta
herbergi, svipað að stærð og al-
autt — nema að í einu horninu
er taðhrúga. Þarna var vistar-
vera uxans og asnans. Bæði
dýrin voru úti á akrinum. Sex
eða átta kjúklingar voru snuðr-
andi á gólfinu og tvær dúfur
flögrandi yfir höfðum okkar. Á
hverjum morgni er mokað und-
an dýrunurn, þurri mold bland-
að saman við skítinn, sem síð-
an er látinn í körfu og reiddur
á. asnanum út á akurinn til á-
burðar. Við komum í þriðja og
síðasta herbergið. Helming af
gólffleti þess fyllir stór leirofn,
um fjögur fet á hæð, flatur að
ofan og er breidd á hann strá-
motta. Á þessari strámottu sofa
hjónin og börnin. Sængurföt
nota þau ekki, þau kjósa held-
ur ylinn frá ofninum undir
mottunni. Við dvöldum þarna
hálfan morguninn. Læknirinn
sinnti sjúku konunni. Við
drukkum . sterkt te, sem Abu
Zeyd vildi endilega gefa okk-
ur, og hlýddum á frásögn hans
af búskapnum. Ég held við höf-
um rætt um allt, sem að búskap
lýtur, nema veðrið. Abu Zeyd
þarf ekki, eins og bændur í
Evrópu, að hafa áhyggjur út af
veðrinu. Hann tekur því sem
sjálfsögðum hlut.
Ég spurði hann hvernig hann
og aðrir þorpsbúar, um 5000
talsins, verðu tómstundum sín-
um. Honum fannst bersýnilega
undarlega spurt, því að það stóð
á svarinu. Að lokum sagði hann:
,,0, við heimsækjum hver
annan.“ Og þar með búið. Það
eru engar veitingastofur, eng-
in kvikmyndahús og jafavel
ekkert samkomuhús í þorpinu.
Eina dægrastytting þorpsbúa er
að heimsækja kunningjana á
kvöldin og spjalla við þá yfir
glasi af tei við daufa birtu frá
olíulampa. ,,Við byrjum snemma
að vinna,“ sagði hann, „og
hættum seint. Og við erum oft-
ast dauðþreyttir þegar við för-
um í rúmið.“ Þannig er líf
þeirra alla daga vikunnar, að
frátöldu stuttu hléi á föstudög-
um, helgidegi múhamrneðstrú-
armanna, þegar þorpsbúar, sem
eru sanntrúaðir, fara til must-
erisins, þvo líkama sinn fyrst í
garðinum fyrir framan og fara
síðan inn til að biðjast fyrir.
Á akrinum hafði Ibrahim,
yngri bróðir Abu, verið við
vinnu síðan í dögun. Um land-
ið allt liggja áveituskurðir eins