Úrval - 01.08.1951, Side 91

Úrval - 01.08.1951, Side 91
ÞEGAR HJARTAÐ RÆÐUR 89' um, snerist hún gegn Soffíu af fullum fjandskap. Soffía vissi, að hún yrði aldrei tekin í sátt, og þá hefur hún sennilega kraf- izt þess, að Maurice gerði alvöru úr því að kvænast sér. Mánuði eftir giftinguna héldu Dupinhjónin veizlu í tilefni af trúlofun systur Soffíu. Það var mikið fjör í samkvæminu og unga fólkið skemmti sér við söng og dans. Þegar dansinn stóð sem hæst, hvarf Soffía hljóðlega inn í her- bergi sitt. Skömmu seinna fór Lucia systir hennar inn á eftir henni og kom eftir stundarkorn út aftur hrópandi: „Maurice! Maurice- Þú ert búinn að eign- ast dóttur!“ „Hún á að heita Áróra, í höf- uðið á móður minni,“ sagði hann. Þannig fæddist stúlkan. sem síðar varð fræg, undir nafninu George Sand, fyrsta dag júlí- mánaðar árið 1804. * Þegar Maurice fór loks með fjölskyldu sína á fund móður sinnar, var margt breytt. Þau höfðu búið við skort og voru hrjáð af sjúkdómum, því að þótt móðir Maurices væri auðug kona, hafði hún ekki veitt þeim neina hjálp. Soffía hataði hana. En nú var svo komið fyrir þeim, að þau urðu að leita á náðir hennar, hvort sem þeim líkaði það betur eða verr. Frú Dupin átti líka að sínu leyti í miklu sálarstríði. Hún ótt- aðist, að hún myndi bíða ósigur fyrir ungu og fögru konunni, sem hafði getað haldið í son hennar í átta ár, og það án þess að vera gift honum. Og þegar þau höfðu gifzt að lokum, hafði það líka verið mikið áfall fyrir hana. En þegar f jöskyldan ók í hlað, fór allt á annan veg. Tilfinning- arnar náðu tökum á frú Dupin. Hún faðmaði son sinn að sér, kyssti Soffíu og tók Áróru litlu í fangið. Þessi dýrð stóð þó ekki lengi. Tengdamóðirin og tengdadóttirin gátu brátt ekki leynt andúðinni, sem þær höfðu hvor á annarri. Soffía fór að leggja áherzlu á skrautlegan klæðaburð, bæði til þess að gera sig eftirsóknar- verðari í augum Maurices og líka til þess að skaprauna gömlu konunni. En þá kom fyrir atvik. sem varð til þess að draga úr úlf- úðinni. Maurice datt af hestbaki og lézt af afleiðingum slyssins. Konurnar tvær sameinuðust í sorginni, en jafnframt hófst togstreita um Áróru. Ef amman sagði telpunni að gera eitthvað, var segin saga að Soffía lét hana gera eitthvað þveröfugt. Telpan varð einskonar pendúll milli þeirra; laðaður í eina átt af kyrrlátum styrk ömmunnar og hrundið í aðra átt af skap- ofsa og ósanngjörnum refsing- um móðurinnar. Áróru var tæplega ljóst, að faðir hennar var dáinn. Barnið skildi ekki, hvað dauðinn var^
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.