Úrval - 01.08.1951, Qupperneq 76
Tölur má túlka á ýmsa vegu, og því er
ekki að ófyrirsynju þótt spurt sé:
Geta tölur hlekkt?
Grein úr „The Listener",
eftir Margaret Knight.
\7IÐ heyrum stundum vitnað
' í hagfræðilegar tölur til
stuðnings óheilbrigðum skoðun-
um, en hagfræðingurinn á ekki
sök á því. Hann viðar að sér
efni, vinnur úr því og birtir út-
reikninga sína, en svo henda
aðrir á lofti tölur hans og mis-
skilja þær, eða rangtúlka að
yfirlögðu ráði, máli sínu til fram-
dráttar.
Langalgengasta orsök slíks
misskilnings er sú, að ályktað
er of fljótfærnislega, að ef talna-
legt samband sé milli tveggja
fyrirbrigða, hljóti að vera um
að ræða beint samband milli or-
saka og afleiðinga. Þegar hag-
fræðingurinn segir okkur, að
samband sé milli tveggja fyrir-
brigða, á hann aðeins við, að
þau breytist samtímis, vaxi eða
minnki saman eða annað minnki
þegar hitt vex. Það er t. d.
samband milli aldurs og hæðar
hjá börnum. Ef við röðum 100
börnum eftir aldri og síðan eftir
hæð, munum við komast að raun
um, að lítill munur er á röðun-
um. Ennfremur er samband
milli greindar barna og náms-
afreka þeirra; samband er einn-
ig milli tekna manna og útgjalda
fyrir mat, og þannig mætti
lengi telja.
Þegar slíkt samband er milli
tveggja hluta, er oft um að ræða
beint orsakasamband. Hugsum
okkur t. d., að í tilraunastöð
sé nokkrum grísum gefið lýsi
en öðrum ekki, og að fyrri hóp-
urinn dafni betur en hinn síð-
ari; þá er full ástæða til að ætla,
að lýsið hafi gert gæfumuninn,
ef aðrar aðstæður hafa verið
eins. En talnalegt samband er
ekki alltaf beint orsakasamband.
Þó að samband sé milli tveggja
hluta, A og B, er ekki þar með
sagt, að breyting á A hljóti að
hafa í för með sér breytingu á
B. Þriðja atriðið getur komið til,
sem hefur áhrif bæði á A og B.
Tökum dæmi: í öllum skólum