Úrval - 01.08.1951, Qupperneq 41
TILKAUNIR MEÐ SÓLGLEKAUGU
39
ljós kom, að einungis dökku
gleraugun vernduðu augun gegn
missi ljósnæmis.
Mikið hefur verið skrifað um
gleraugu, sem drekka í sig inn-
rauða og útfjólubláa geisla, en
í öllum þeim skrifum hefur lítið
tillit verið tekið til þess hvernig
mannsaugað er gert. Sannleik-
urinn er sá, að augað ver sig
sjálft gegn eðlilegum áhrifum
flestra ósýnilegra geisla. Missir
Ijósnæmis í nethimnunni, en
hún er sá hluti augans, sem við
sjáum með, orsakast af ofsterk-
um Zjósgeislum. Tilraunirnar í
Atlantic City sýndu, að mest
vernd er í sem dekkstum gler-
augum.
Læknarnir vildu einnig vita
hvaða gagn væri að ódýru sól-
gleraugunum, því að þau eru
langmest notuð. Til þess að fá
úr því skorið voru stórir hópar
manna látnir horfa á sérstak-
lega útbúið spjald, sumir gegn-
um dýr og aðrir gegnum ódýr
gleraugu. Læknarnir fundu ekki
að neinn verulegur munur væri
á dýru og ódýru gleraugunum
að því 'er snerti að vernda ljós-
næmi augnanna.
Dýru gleraugun eru góð —
fyrir þá sem hafa efni á að
kaupa þau. Þau hafa vandaðri
umgjörð og eru þægilegri í notk-
un, en hlífðargildi þeirra er lítið
eða ekkert meira en hinna ó-
dýru.
Aðrar tilraunir, sem nýlega
voru gerðar, sýndu, að litur
glerjanna skiptir ekki máli. Ef
glerin eru nógu dökk, drekka
í sig 80% af Ijósinu eða meira,
er sama hver liturinn er. Ef þér
kjósið bláan lit, þá kaupið blá
gleraugu; eða græn eða brún.
En sumir litir afskræma nátt-
úrlega liti fyrir sumu fólki.
Þessvegna er bezt að hver velji
sér gleraugu sjálfur, máti þau
og skoði í þeim ýmsa liti til að
sjá hvort þeir breytast til óþæg-
inda — en gætið þess að velja
ætíð dökk gleraugu.
Hér er að lokum ein aðvörun,.
sem öllum ber að leggja ríkt á
minnið: hversu dökk sem sói-
gleraugun eru þá megið þér
áldrei undir neinum kringum-
stæðum horfa beint í sólina.
Sólargeislarnir geta brent net-
himnuna, spillt sjóninni eða jafn-
vel valdið algerri blindu.
★ ir