Úrval - 01.08.1951, Side 64
Merkustu nýjungar í vísindum 1950.
IJr „Science News Letter.“
'l/'ISINDI og tækni eru orðnir
' svo merkir þættir í lífi þjóð-
anna, að full ástæða er til að
gefa nokkurt yfirlit yfir þær
framfarir, sem árlega verða í
þessum greinum. Ameríska
vikublaðið Science News Letter,
sem er helgað þessum málum
eingöngu, birtir á hverju ári
slíkt yfirlit. Úrval birti í fyrra
útdrátt úr yfirliti þess fyrir
1949, en hér fer á eftir útdrátt-
ur úr yfirliti síðasta árs.
Fornleifafræði.
Á árinu var í fyrsta skipti
kannski verðið þér svo heppin
að finna tegundina, sem gaf
Alexandre Dumas hugmyndina
að sögunni „Svarti túlípaninn".
Hún heitir nú „Queen of the
Night“ (Drottning næturinnar)
— en kolsvört er hún ekki. Lit-
urinn er flauelsgljáandi rúbín-
roði af dekkstu tegund. Undrið
skeði aldrei.
notuð ný aðferð til að ákveða
aldur fornleifa, ef í þeim eru
einhver lífræn efni. Aðferðin er
í því fólgin, að mæla það magn
af hinu geislavirka kolefni 14,
sem í þeim er. I öllum lífræn-
um efnum, sem yngri eru en
25.000 ára, er eitthvað af kol-
efni 14, en það eyðist smám sam-
an og með jöfnum hraða.
Hinar víðkunnu myndir, sem
fundust í Lascauxhellinum í
Dordogni, Frakklandi, reyndust
með áðurnefndum geislamæling-
um vera um 15.000 ára gamlar.
Ofnir kaðalsandalar, sem
fundust í hraunhelli í Oregon
í Bandaríkjunum, reyndust sam-
kvæmt geislamælingum vera
9.000 ára gamlir. Eru það elztu
gripir, gerðir af mannahöndum,
sem fundizt hafa í Ameríku.
Með geislamælingum á leifum
úr þorpstæði í írak upplýstist,
að þar hefur staðið elzta þorp,
sem vitað er um í heiminum —
7000 ára gamalt.
I tveim hellum í Norðurírak