Úrval - 01.08.1951, Síða 132
SITT AF HVERJU
Úr „Vor Viden“.
„Lifandi stoingervingar".
1 desember 1938 veiddist öti
fyrir strönd Suður-Afriku fiskur
af tegxmdinrii latimeria, sem menn
höfðu haldið að væri útdauð fyrir
miljónum ára. Fiskurinn, sem var
hálfur annar metri á lengd, stái-
grár að lit með dimmblá augu,
lifði aðeins í þrjá tíma eftir að
hann veiddist og er nú geymdur
á British Museum.
Þetta þótti merkilegur viðburð-
ur og gefur tilefni til að spyrja,
hvort oft komi fyrir, að svona „lif-
andi steingervingar“ finnist, hvort
aðrar „fornaldar-lífverur" séu I
fullu fjöri meðal vor.
Því er til að svara, að þessi
fundur er ekki eins dæml, og skulu
hér tvö önnur dæmi nefnd. Flest-
ir vita, að barmálar barrtrjáa eru
ummynduð laufblöð. Þau voru
einu sinni endur fyrir löngu venju-
leg laufblöð. Jarðfræðingarnir
færðu sönnur á þetta þegar fyrir
hundrað árum. Þeir fundu í jarð-
lögum frá tertiertímabili jarðsög-
unnar steingerða köngla og lauf-
blöð, sem hvorttveggja var af
sama tré. Þá bar svo við fyrir
nokkrum áratugum, að grasafræð-
ingar fundu I harðlokuðum jurta-
görðum japanskra mustera undar-
legt tré — tré með barrtrésköngl-
um og laufblöðum — sem nefnt
var gingko biloba, og könglamir
og blöðin voru nákvæmlega eins
og steingervingamir frá tertier-
tímabilinu, en það tré hafði vaxið
á Grænlandi, þar sem þá ríkti
hálfgert hitabeltisloftslag. Tréið í
japönsku musterisgörðunum var
því etnskonar fomleifar, sem hinir
japönsku musterisprestar höfðu
varðveitt, því að þeir töldu það
heilagt. Gingkotréð má nú orðið
sjá víða, t. d. vex eitt fallegt tré
í jurtagarði Kaupmannahafnar-
háskóla.
Annað dæmi um lifandi forn-
leifar eru sérkennilegar vorflug-
ur, sem hafast við í kaldavermsl-
um í Himmerlandshéraði á Mið-
jótlandi; fara þarf 1000 km. leið
til að finna nánustu ættingja
þeirra, t. d. hátt upp í svissnesku
Alpana. Þessar flugur eru leifar
frá dýrariki isaldarinnar. Þegar
ísinn hvarf frá Danmörku, urðu
flugumar eftir við kaldavermslin
og hafa lifað þar siðan, en þær hafa
varðveitt alla lifnaðarhætti og siði
hinna tíu þúsund ára gömlu for-
feðra sinna.
Jason og guilna skinnið.
Margir kannast við grísku sögn-
ina um Jason og gullna skinnið
— af höggmynd Thorvaldsens, ef
ekki af öðru.
1 sögninni er Jason hetja, er
sækir hið gullna skinn í greipar
dreka eins mikils. En vísindi nú-
Framhald á 3. kápusiðu.