Úrval - 01.08.1951, Page 127
ÞEGAR HJARTAÐ RÆÐUR —
125
febrúar 1848 bergmálaði Bast-
illutorgið af ræðum og f agnaðar-
ópum. Frakkland var lýst lýð-
veldi. Rachel söng „Marseillais-
inn“ af sviði Théátre Francais.
George Sand, sem var í París
meðan bessir stórkostlegu at-
burðir gerðust, tók þegar þátt
í baráttunni fyrir lýðveldinu af
lífi og sál. Loks var stund al-
þýðunnar runnin upp. Hún
horfði á fólkið, sem hún unni,
ganga sigri hrósandi um göt-
ur borgarinnar. I fylkingunni
voru fjögur hundruð þúsund
manns.
„Lengi lifi lýðveldið!“ skrif-
aði hún, frá sér numin af fögn-
uði. „Ég hef séð síðustu götu-
vígin opnast undir fótum mín-
um. Ég hef séð fólkið, tígulegt,
einlægt og veglynt — frönsku
þjóðina, sameinast í hjarta
Frakklands, í hjarta heimsins!
. . . Ég hef vakað heilar nætur
og unnið hvíldarlaust dögum
saman. Við erum brjáluð, við
erum drukkin af gleði, því að
við lögðumst til svefns í forinni
og nú höfum við vaknað meðal
stjamanna!“ Andinn í þessu
bréfi George Sand er hinn sami
og í bæklingum þeim, sem hún
samdi fyrir ríkisstjórnina um
þessar mundir, í þeirri trú, að
draúmur alþýðunnar hefði nú
loks rætzt.
Til þess að ná betur til fólks-
ins, stofnaði hún sitt eigið dag-
blað, La Cause du Peuple. Af
því komu ekki út nema þrjú
tölublöð. 1 þriðja og síðasta
töiublaðinu hafði fögnuðurinn
breytzt í kvíða og vonleysi.
Um miðjan apríl, þegar annað
tölublaðið kom út, var hún við-
stödd hátíðahöld, sem ríkis-
stjómin átti frumkvæðið að.
Fólkið gekk að vísu sameinað
og hlið við hlið, án nokkurs
stéttagreinings, en þó mátti sjá,
að ekki var allt með felldu. Hat-
ur og sundurlyndi var aftur far-
ið að láta á sér bæra. Fólkið
hrópaði: „Lengi lifi lýðveldið!“
— En tvö hundruð þúsund
munnar hrópuðu líka: „Niður
með kommúnardana!“ George
Sand fann, að heimurinn var að
breytast, og hún tók breyting-
una nærri sér. Hún var orðin
gömul, ekki svo mjög að árum,
heldur í hjarta sínu. Margir,
sem hún hafði unnað, vora dán-
ir. Musset, sem hafði lifað bæði
snilligáfu sína og heilsu, tórði
enn. Á fyrsta ári þriðja keis-
aradæmisins, var hann kjörinn
í franska akademíið. Höfuðið,
sem var krýnt þessum mikla
heiðri, hristist og skalf af tauga-
bilun þeirri, sem brátt fór með
Musset í gröfina.
Eitt var það deyfilyf gegn
kvölum lífsins, sem aldrei brást,
og George leitaði á náðir þess
eins og drykkjumaður á náðir
áfengis. Bækur hennar höfðu að
undanförnu verið að koma út
hver á fætur annarri, ávöxtur
af reynslu hennar sjálfrar,
magnaðar lífsorku hennar. Með
sveitalífssögunni La Mare au
Diable, sem kom út árið 1846,