Úrval - 01.08.1951, Side 114
112
ÚRVAL
mildur ljómi. Hann var alger
andstæða Alfreds de Mussets.
En þó var það Musset, sem
hún unni. Hún elskaði grimmd
hans, eigingirni og afbrýðisemi.
Hún elskaði hann vegna ólgunn-
ar í blóði hans, enda þótt hann
hefði móðgað hana og auðmýkt
og sært sjálfsvirðingu hennar.
Sár hennar sviðu ennþá. Myndi
Pagello hafa sært konuna, sem
hann unni, eða yfirleitt nokkra
konu, eins og Musset hafði sært
hana ? Læknirinn var góður mað-
ur, heiðarlegur og blátt áfram.
Hún stóð í þakkarskuld við hann
fyrir að hafa bjargað Alfred.
Hún var orðin svo vön við
návist læknisins, að stundum
vann hún að skáldsögunni, þó
að hann væri viðstaddur. Stund-
um leit hún upp og horfði á hann
með dularfullu augnaráði. Þá
roðnaði hann eins og ung stúlka.
#
Eitt kvöld, þegar þau George
og læknirinn sátu við rúm Mus-
sets, eins og venjulega, varð
hann órólegur og skipaði þeim
að fara burt. Þau færðu sig að
arninum, þar sem skrifborð Ge-
orge stóð. Þau töluðu saman um
bókmenntir og skáld og lista-
menn Italíu, og þegar Pagello
varð allt í einu viðutan, spurði
hún: „Hvað eruð þér að hugsa
um, læknir?“ Pagello roðnaði og
stamaði einhver afsökunarorð.
Arineldurinn snarkaði nota-
lega og ljósið frá lampanum brá
mildum bjarma yfir herbergið.
Pagello fann, að George starði
á hann.
„Ætlið þér ekki að skrifa
skáldsögu um okkar fögru Fen-
eyjar,“ sagði hann, til þess að
breyta um umræðuefni.
„Ef til vill,“ svaraði hún og
horfði á lækninn með fjarrænu
augnaráði.
Síðan tók hún pappírsörk, leit
til sjúklingsins og fór að skrifa,
afarhratt og eins og ósjálfrátt.
Musset svaf. Það heyrðist
ekkert nema urgið í f jaðurpenna
skáldkonunnar. Hún skrifaði í
nærri klukkustund. Þá lagði hún
pennann frá sér, studdi hönd
undir kinn og horfði út í bláinn.
Læknirinn starði á hana og þorði
varla að anda af ótta við að
trufla hana.
Allt í einu raknaði hún við,
braut pappírsörkina saman og
rétti Pagello. Hann vissi ekki
hvaðan á sig stóð veðrið.
„Hver á að fá þetta?“ spurði
hann.
Hún þreif örkina og skrifaði
á hana með stórum stöfum: „Til
Pagello hins skilningslausa.“
Þegar hún rétti honum blaðið
aftur, mátti lesa bæði synjun
og fyrirheit úr augum hennar.
Pagello las ekki bréfið fyrr
en hann var kominn heim til sín.
Var það mögulegt? Hafði þessi
vinkona franska skáldsins, kon-
an, sem ekki hafði farið úr fötum
í viku — hafði hún skrifað hon-
um, Pagello, þetta bréf ? Konan,
sem hafði lýst bví yfir, að hún
elskaði Alfred de Musset meira