Úrval - 01.08.1951, Síða 114

Úrval - 01.08.1951, Síða 114
112 ÚRVAL mildur ljómi. Hann var alger andstæða Alfreds de Mussets. En þó var það Musset, sem hún unni. Hún elskaði grimmd hans, eigingirni og afbrýðisemi. Hún elskaði hann vegna ólgunn- ar í blóði hans, enda þótt hann hefði móðgað hana og auðmýkt og sært sjálfsvirðingu hennar. Sár hennar sviðu ennþá. Myndi Pagello hafa sært konuna, sem hann unni, eða yfirleitt nokkra konu, eins og Musset hafði sært hana ? Læknirinn var góður mað- ur, heiðarlegur og blátt áfram. Hún stóð í þakkarskuld við hann fyrir að hafa bjargað Alfred. Hún var orðin svo vön við návist læknisins, að stundum vann hún að skáldsögunni, þó að hann væri viðstaddur. Stund- um leit hún upp og horfði á hann með dularfullu augnaráði. Þá roðnaði hann eins og ung stúlka. # Eitt kvöld, þegar þau George og læknirinn sátu við rúm Mus- sets, eins og venjulega, varð hann órólegur og skipaði þeim að fara burt. Þau færðu sig að arninum, þar sem skrifborð Ge- orge stóð. Þau töluðu saman um bókmenntir og skáld og lista- menn Italíu, og þegar Pagello varð allt í einu viðutan, spurði hún: „Hvað eruð þér að hugsa um, læknir?“ Pagello roðnaði og stamaði einhver afsökunarorð. Arineldurinn snarkaði nota- lega og ljósið frá lampanum brá mildum bjarma yfir herbergið. Pagello fann, að George starði á hann. „Ætlið þér ekki að skrifa skáldsögu um okkar fögru Fen- eyjar,“ sagði hann, til þess að breyta um umræðuefni. „Ef til vill,“ svaraði hún og horfði á lækninn með fjarrænu augnaráði. Síðan tók hún pappírsörk, leit til sjúklingsins og fór að skrifa, afarhratt og eins og ósjálfrátt. Musset svaf. Það heyrðist ekkert nema urgið í f jaðurpenna skáldkonunnar. Hún skrifaði í nærri klukkustund. Þá lagði hún pennann frá sér, studdi hönd undir kinn og horfði út í bláinn. Læknirinn starði á hana og þorði varla að anda af ótta við að trufla hana. Allt í einu raknaði hún við, braut pappírsörkina saman og rétti Pagello. Hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Hver á að fá þetta?“ spurði hann. Hún þreif örkina og skrifaði á hana með stórum stöfum: „Til Pagello hins skilningslausa.“ Þegar hún rétti honum blaðið aftur, mátti lesa bæði synjun og fyrirheit úr augum hennar. Pagello las ekki bréfið fyrr en hann var kominn heim til sín. Var það mögulegt? Hafði þessi vinkona franska skáldsins, kon- an, sem ekki hafði farið úr fötum í viku — hafði hún skrifað hon- um, Pagello, þetta bréf ? Konan, sem hafði lýst bví yfir, að hún elskaði Alfred de Musset meira
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.