Úrval - 01.08.1951, Page 117

Úrval - 01.08.1951, Page 117
ÞEGAR HJARTAÐ RÆÐUR — 115 J>egar hann lyfti henni aftur, var það til þess eins að sam- eina hendur hinna nýju elsk- enda. „Þið elskið hvort annað og samt elskið þið mig líka,“ sagði hann. og rödd hans titraði af geðshræringu. „Þið hafið endur- leyst mig, bæði á líkama og sál.“ Eftir þessi miklu átök grétu þau öll þrjú. í fyrstu var samkomulagið með ágætum, en þegar frá leið versnaði vinskapurinn. Hlutverk Mussets reyndist honum æ erfið- ara og hann fór að öfunda Pa- gello, er nú fékk að njóta þess Rnaðar, sem hann hafði áður notið sjálfur. Hann elskaði Ge- orge enn. Hann hafði aldrei elsk- að hana meira en nú, þegar hann var búinn að missa hana. Hann gat ekki afborið þetta lengur. Hann ákvað að fara heim. George Sand hafði ekki dval- ið lengi í Feneyjum. þegar líf hennar fór að verða hversdags- legt á nýjan leik. Sambúðin með Pagello varð stutt. Áður en hálfur mánuður var liðinn, ruddist stúlka inn í herbergi Ge- orge og heimtaði elskhuga sinn. Skömmu seinna komu tvær aðr- ar stúlku í sömu erindum. „Monsieur Pagello er tilfinninga- samur Don Juan,“ skrifaði Ge- orge í bréfi til Mussets, „sem allt í einu finnur sér íþyngt af fjórum kvenmönnum.“ Hún fór þegjandi og hljóða- laust af heimilinu og leigði sér íbúð nálægt Barcarolibrúnni. Pagello heimsótti hana á kvöld- in. Eftir kvöldverðinn lagði hann sig á legubekkinn og fékk sér blund. Það minnti George á No- hant og Casimir, sem ávallt sofn- aði eftir miðdegisverðinn. En þetta var í Feneyjum, og þetta var ítalskur elskhugi. George gleymdi sér við vinnu sína. Hún sat við skriftir tólf stundir á dag, skrapp öðru hvoru í kaffihús í nágrenninu, þar sem hún drakk ótal bolla af svörtu kaffi. Alfred, Alfred, var það þetta, sem . . . Musset skrifaði henni frá Par- ís. Hann elskaði hana enn — meira en nokkru sinni fyrr. George ákvað að hverfa aft- ur heim til Frakklands. Hún hafði áhyggjur út af Alfred og hún var farin að þjást af heim- þrá. Hún þráði börnin sín, Mau- rice og Solange; hún gat farið með þau til Nohant og bætt þeim þannig upp hina löngu f jarveru sína. Hún hafði oft hugsað til barnanna, þegar þau Musset höfðu lent í rifrildi, og hún hafði ásakað sjálfa sig fyrir að láta hann tæla sig í þetta ferðalag. „Börnin mín, börnin mín,“ sagði hún oft við sjálfa sig, þegar æv- intýrið meðPagello hafði breytzt í hversdagslegt líf með óþægileg- um heimilisvenjum. Pagello vissi, að hún var að búast til brottfarar, en hvorugt minntist á það einu orði. Loks rauf George þögnina. Pagello féllst á að fara með henni, en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.