Úrval - 01.08.1951, Side 22

Úrval - 01.08.1951, Side 22
20 ÚRVAL Því að hann vissi að Boone yrði þama næsta morgun og að um nóttina lægi hann í leyni í dimmum fenjagróðrinum, hefði gát á kofanum — og biði. Nóttin fannst Farley verst af öllu. Maðurinn gat allststaðar leynzt í myrkrinu. Farley hafði lengi fundið, að Boone var nautn að því að bíða — naut, eins og kötturinn við músarholuna, hins lamandi ótta, sem sífellt náði meiri tökum á Farley. Og hann vissi, að jafnskjótt og hann hefði fengið nægju sína af þeirri nautn, mundi hann láta til skarar skríða. Eftir kvöldverðinn sat hann við eldavélina í eldhúsinu, því að ekki var nógu kalt til að leggja í arininn í stofunni. Nóna sat við borðið og var að sníða kjól úr efni, sem hún hafði keypt í Calvintown, og Farley tók biblí- una, fletti upp á Matteusi og fór að lesa. En hugurinn var ekki við lesturinn og hann varð að lesa hin gamalkunnu vers aftur og aftur til að fá mein- ingu í þau. ,,Það er óvenjuheitt í kvöld,“ sagði Nóna. ,,Það er víst kom- inn tími til að fara. að plægja.“ ,,Já, það er víst.“ Farley svaraði eins og það skipti ekki miklu máli. En hann minntist þess hve heitt hann hafði þráð allan veturinn hina hlýju vor- daga þegar hann gæti byrjað að plægja, þegar hann gæti aftur stritað sig ærlega sveitt- an og unnið til þess að fá sér bað að loknu dagsverki, dagana þegar fætur hans fyndu ferskan svala og líf í nýju plógfarinu; þegar hann gæti tyllt sér á rótarstubb í forsælu stund og stund til að kæia sig. Og jörðin, vissi hann, þráði að vera plægð, þurfti að plægjast meðan hún var vot eftir vetrar- frostin. ,,Þú ættir að plægja reinina á hæðinni áður en fer að rigna, Farley.“ Reinin á hæðinni var þrjá mílufjórðunga í burtu frá kof- anum og Farley vissi hversvegna hún hafði minnst á hana. Ef hann færi þangað yrði hann ekki viðstaddur þegar það skeði. Hann opnaði munninn til að segja, að hann vissi hvers vegna hún hefði sagt þetta. En oröm komu ekki, hann sagði bara: ,,Já, kannski". „Reinin sú arna verður plóg- þung þegar allt er orðið klesst af bleytu,“ hélt Nóna áfram, og með hverju orði gerði hún
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.