Úrval - 01.08.1951, Blaðsíða 108

Úrval - 01.08.1951, Blaðsíða 108
106 ÚRVAL tímaritsins Revue des Deux Mon- des. Þetta var mikil veizla, og voru þar viðstaddir margir mestu andans menn samtíðarinnar, þar á meðal Sainte-Beuve. George Sand var eina konan í veizlunni, og hafði búið sig sem bezt hún gat. Alfred de Musset sat til borðs við hlið hennar. Hann var frem- ur spjátrungslegur í klæðaburði, en fatnaður hans var alltaf sam- kvæmt nýjustu tízku. George Sand veitti athygii hinu síða, ljósa hári hans, sem augsýnilega hafði komizt í kynni við krullu- járn. Þegar vínið fór að svífa á gestina, ávarpaði Musset George Sand. Svo varð hann djarfari. Virðingin, sem hann hafði borið fyrir skáldkonunni, tók að víkja fyrir glensi og tvíræðum gaman- yrðum varðandi gimsteina-rýt- inginn, sem hélt kjól hennar saman í mittið. Lélia brosti. Hann vissi ekki, að hjarta henn- ar var dautt. Musset hafði ekki lesið neitt eftir George Sand, en hann hafði orðið fyrir áhrifum af hinum lofsamlegu ummælum um verk hennar. En hann hafði ekki bú- izt við að hún væri eins kvenleg og raun bar vitni, því að allir vissu, að hún klæddist að jafn- aði karlmannsfötum. Og hvenær hafði hún, meðan á borðhaldinu stóð, tekið skrautrýtinginn af kjólnum sínum ? Hann veitti því athygli, sér til ánægju, að hún var ekki iengur með rýtinginn, þegar staðið var upp frá borð- um. En hann hafði þó ekki mik- inn hug á að ná henni á sitt vald. Hún var ekki nógu mikil tízku- kona fyrir hann. Hún var ekki faileg, Hann var tuttugu og tveggja ára, en hún hlaut að vera nær þrítugu. Hann hafði engan áhuga á að kynnast henni náið. Skömmu seinna lagði hann þó leið sína í bókabúð og keypti sér eintak af Indiana. Hann las bókina mjög gaumgæfiiega og strikaði út með blýanti þær setn- ingar og lýsingarorð, sem hon- um féllu ekki í geð. Þegar hann hafði lokið lestrinum, var sag- an orðin allmiklu styttri en i upphafi, en hann varð að viður- kenna, að hún var þrátt fyrir allt áhrifamikið verk og margar persónulýsingar ágætar. Hann fann sig knúinn til að skýra George Sand frá þeim á- hrifum, sem bók hennar hafði haft á hann. Hann sendi henni nokkrar vísur, sem hann kvaðst hafa ort, þegar hann las Indiana í anna'ð sinn — en það var klækjabragð hans að komast þannig að orði. George Sand varð undrandi — og óróleg. Hún leit á sig sem femme fatale*, er ávallt hlyti að verða ástmönnum sínum til ó- gæfu, og hana langaði ekkert til að verða þessum tilfinninga- næma unga manni til tjóns. Hún * Óheillakvenmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.