Úrval - 01.08.1951, Page 103

Úrval - 01.08.1951, Page 103
ÞEGAR HJARTAÐ RÆÐUR 101 leið og Áróra sté niður úr vagn- inum. Það var Jules Sandeau. Þrátt fyrir kuldann í París, fór heilsa Áróru dagbatnandi. Hún dafnaði eins og jurt, sem komin er í sinn rétta jarðveg. Loks var hún farin að lifa líf- inu, sem hún hafði þráð svo mjög og hún lifði því meðal manna, sem voru eins frjálsir og hún sjálf. Hún reikaði um strætin á öll- um tímum sólarhringsins, klædd karlmannsfötum — hún hafði fljótt gefi2;t upp við að fara í slíka leiðangra í hinum síða kvenbúningi, sem þá var í tízku. Fólk veitti henni ekki meiri at- hygli heldur en hún hefði verið ungur piltur. Hún hafði tekið eftir því, að það er augnaráðið, sem vekur forvitnina og hún vandi sig því á að horfa niður, þegar hún var á gönguferðum sínum. Sandeau var fyrir löngu orð- inn ástfanginn af henni, enda þótt hann hefði orðið að gæta allrar varúðar meðan hann dvaldi á heimili hennar. En nú var öðru máli að gegna. Það leið ekki á löngu áður en þau höfðu fundið sér notalegt hreið- ur í gömlu gistihúsi í Rue des Cordeliers. Áróra og Jules hittu Henri de Latouche, ritstjóra Figaros, sem réði Sandeau þegar sem blaðamann við blað sitt og bauðst til að taka greinar af Áróru gegn sjö franka borgun fyrir dálkinn. Hún settist strax við að skrifa, en Latouche var strangur gagnrýnandi og alltaf endaði dagsverkið í pappírskörf- unni. Áður en langt um leið, fóru að birtast sögur eftir Áróru í La Mode og L’Artiste, og það fór ekki fram hjá Latouche. Hann ráðlagði Áróru að halda áfram að skrifa. Áróra lét ekki segja sér það tvisvar — og hana vantaði ekki söguefnin. Og auk þess var hún gagntekin af hinu nýja og dásamlega frelsi, sem hafði fallið henni í skaut. Hún dáði frelsið jafnvel meira en ástina, því að hún átti frels- inu allt að þakka — ástina sem annað. Bréf hennar til móður sinnar, sem var andvíg þessu til- tæki, og til vinanna, sem skildu hana, loguðu af frelsisást. ,,Það eru ekki veraldleg gæði, skemmt- anir eða fín föt, sem ég sækist eftir, heldur frelsið,“ skrifaði hún Soffíu móður sinni. „Það er að geta verið ein á gangi úti á götu og geta sagt við sjálfa mig: ,,Ég borða klukkan fjögur eða sjö, eftir því sem mér dettur í hug.“ Ef ég hitti fólk, sem held- ur að þetta saklausa uppátæki mitt stafi af tilhneigingu til ó- lifnaðar, þá nenni ég ekki að leiðrétta það. Ég veit það eitt, að mér leiðist slíkt fólk, ég veit að það þekkir mig ekki og gerir mér rangt til. Ég segi ekkert mér til varnar. Ég ber ekki haturshug til nokkurs manns.“ Bréf hennar voru lofsöngur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.