Úrval - 01.06.1953, Síða 2
tír ýmsum áttum.
Framhald a£ 3. kápusíðu.
Eru einkunnargjafir áreiðanlegar ?
Þó að margir hafi orðið til að
véfengja einkunnargjafir kennara
(og þá að sjálfsögðu fyrst og
fremst óánægðir nemendur), þá
mun sú skoðun ríkjandi, að eink-
unnir i skólum séu yfirleitt óvil-
hallar og hlutlægar.
Dr. Diego de Castro, prófessor
í hagfræði við háskólann í Torino
á Italíu, hefur leyft sér að efast
um að þessi skoðun sé rétt, og
til þess að fá úr málinu skorið,
aflaði hann sér nokkurra skóla-
stila og stærðfræðilausna, sem
hvorki voru verri né betri en al-
mennt gerist. Hann lét fjölrita
stílana og lausnirnar og sendi af-
ritin til fleiri en hundruð ítalskra
menntaskólakennara. Kennararnir
voru beðnir um að gefa einkunnir
fyrir stílana og stærðfræðilausn-
imar eftir 10 stiga einkunnarkerf-
inu og skrifa jafnframt stutta á-
litsgjörð.
Árangurinn af þessari tilraun
prófessorsins var furðulegur, að
ekki sé meira sagt. Einn stíll fékk
einkunnir frá 4 upp í 9, annar frá
1 og upp í 8. Umsögn um einn
stílinn var á þessa leið: „Mjög
lélegur, bæði hvað snertir greinar-
merkjasetningu, réttritun og
setningaskipun. Hugsunin er sam-
hengislaus og framsetningin
klaufaleg". Önnur umsögn um
sama stíl hljóðaði svo: „Einkar
frumleg sjónarmið. Ber vott um
skarpa athyglisgáfu og sjálfs-
gagnrýni."
Þess hefði mátt vænta, að dóm-
arnir um stærðfræðilausnirnar
myndu reynast nokkurn veginn
samhljóða. Að vísu var hér ekki
um einföldustu reikningsdæmi að
ræða, heldur allflókin, stærðfræði-
leg viðfangsefni, sem leysa mátti
á misjafnlega snjallan hátt, enda
reyndist svo, að dómarnir voru
allt annað en samhljóða. Nokkr-
ar lausnir fengu einkunnir frá 4
upp í 9.
Eins og vænta mátti, komu þess-
ar niðurstöður eins og reiðarslag
yfir ítalska menntaskólakennara,
og munu þeir ræða þær á næsta
kennaraþingi. Ekki fylgir frétt-
inni, hvort de Castro prófessor
muni mæta þar til að standa fyr-
ir máli sínu!
Þýðendur (auk, ritstjórans): Ingólfur Pálmason (I.P.), Snœbjörn Jó-
hannsson (S.J.), Ólafur Sveinsson (Ó.Sv.) og Óskar Bergsson (Ó.B.).
tTRVAL — timarit. — Kemur út 8 sinnum á ári.
Ritstjóri: Gísli Ólafsson, Leifsgötu 16, Reykjavík. Sími 4954.
Afgreiðsla Tjarnargötu 4. Áskriftarverð 70 krónur.
Ötgefandi: Steindórsprent h.f.