Úrval - 01.06.1953, Síða 5
ITALSKAR KVIKMYNDIR
3
voru orðnir grónir í sérstökum
tegundurn hlutverka hefur einn-
ig sett svip sinn á ítalskar
myndir. Þegar Rosselini tók
skæruliðamyndina Övarin borg,
lét hann Aldo Fabrizi, sem var
kunnur skopleikari, leika hlut-
verk prestsins. Þar fékk hann
harmsögulegt hetjuhlutverk,
sem hann leysti frábærilega
vel af hendi og hafði gagnger
áhrif á leikferil hans. Eins var
um Önnu Magnani, sem í sömu
mynd vann fyrsta listsigur
sinn sem leikkona. Síðan hefur
hún unnið hvern sigurinn á
fætur öðrum. Mörg fleiri nöfn
mætti nefna.
Þegar maður ræðir við
ítalska leikstjóra um þessar
nýju myndir og hinn nýja stíl
sem þeir hafa skapað (og hlot-
ið hefur nafnið nýrealismi), þá
leggja þeir áherzlu á að áhrif-
in sem styrjöldin lét eftir sig
hafi valdið því að listamenn-
irnir gátu ekki sætt sig við
eftirlíkingu. Þeir vildu fa
hin raunverulegu andlit með,
myndaræman átti að endur-
spegla vonir þeirra og þjáning-
ar, svo að það yrði okkur
ógleymanlegt, á sama hátt og
hún endurspeglaði sótugar rúst-
ir, hálfhrunda húsgafla og
skuggalegar kjallaraíbúðir. Og
þeir bæta við brosandi, að
margt af því sem við dáumst
að og köllum realisma sé ekki
annað en afleiðing frumstæðra
upptökuskilyrða, lélegra ljós-
Gina Lollobrigida.
„Stúlkan með fallegustu brjóst í heimi“.
myndaefna og afleitrar tón-
upptöku.
Allt er þetta gott og bless-
að, en það nægir ekki til skýr-
ingar á hinni miklu útþenslu
í ítalskri kvikmyndagerð und-
anfarinn áratug. Nei, það sern
færði henni sigurinn var blátt
áfram það, að hinir ungu
kvikmyndarar, sem voru reiðu-
búnir að hefjast handa eftir
að þeir höfðu föndrað nokkuð
við kvikmyndagerð á stríðsár-
unum, voru gæddir miklum