Úrval - 01.06.1953, Side 13
Hvernig ég varð spákona.
Grein úr „McCaH’s“,
eftir frú George W. Youngling.
TyEGAR ég var lítil telpa, lét
ég einu sinni spá fyrir mér.
Ég hef aldrei gert það síðan.
En ég gerðist einu sinni sjálf
spákona, og sem slík efast ég
um að ég láti nokkurn tíma spá
fyrir mér oftar; í fyrsta lagi
vegna þess, að spákona æsku
minnar blandaði saman hæfilega
miklu af sannieika og hugar-
burði til þess að gera mig dauð-
skelkaða, og í öðru lagi af því,
að þegar ég gerðist sjálf spá-
kona, uppgötvaði ég hve auð-
velt er að blanda saman sann-
leika og hugarburði.
Allt til þess er ég fór sjálf
að leggja spil og lesa í lófa,
hafði mér ekki til hugar komið
að við værum flest eins auðtrúa
og raun er á. Nú veit ég betur.
Við erum í raun og veru afar
þorpi við Ermarsund og þar
dó hann árið 1912.
Sótthreinsunaraðferðir hans
eru eitt af mestu framfaraspor-
um, sem stigin hafa verið á sviði
læknavísindanna, og lögðu
grundvöllinn að nútímaskurð-
læknisfræði um allan heim.
trúgjörn. Næg sönnun þess er
sú, að við hér í Bandaríkjunum
eyðum árlega 125 milljónum
dollara til þess að láta spá fyr-
ir okkur. Og ég neyðist til að
játa, að hluti af þessu fé rann
í minn eigin vasa. Mér virðist
þetta furðulegt nú, en einu sinni
var ég frú Cléo, sem spáði í spil
og las í lófa.
Ég gat varla gert greinar-
mun á stráklingi og konungi.
Það eina sem ég tók eftir, þeg-
ar ég átti að fara að lesa í fyrsta
lófann, var sigg, eins og oft sést
í lófum golfleikara. Ég var ekk-
ert sérlega tilfinninganæm, ef
frá er talið það, að ég fann
stundum á mér ef rigning var í
aðsigi. Með öðrum orðum: Spá-
dómar frú Cléo voru hrein svika-
mylla. Þér, kæri lesandi, hefðuð
getað spáð eins vel og hún og
unnið yður inn peninga með spá-
dómum, eins og hún.
Þetta byrjaði þannig, að einn
af kunningjum mínum, sem
starfaði á ráðningarstofu leik-
ara, átti að útvega klúbbi einum
tvær sigaunastúlkur. Hann
komst í hin mestu vandræði þeg-