Úrval - 01.06.1953, Side 19
PYRSTA SKÁLDSAGAN MlN
17
Svo virðist sem skáldsagnahc?f-
undum sé brýn nauðsyn að
hreinsa úr sér vissa hluti. Mörg-
um okkar finnst t. d. bókstaf-
lega heilsufræðileg nauðsyn að
skrifa einhverntíma sögu sem
gerist í London. Sjálfur er ég oft
haldinn þeirri heimskulegu firru,
að ég muni ekki deyja sæll nema
ég hafi áður skrifað eitt heljar-
mikið sögulegt skáldverk um líf-
ið langt inni í meginlandi Kína.
Það mætti jafnvel ganga svo
langt að segja að líf skáldsagna-
höfundar sé í rauninni ekki ann-
að en sífelld sjálfshreinsun. Þið
munið eftir rithöfundinum í leik-
riti Tjekovs Máfinum, þegar
hann segir: „Þarna sé ég ský
sem er eins og flygill. Ég held
ég verði að setja í sögu einhvers-
staðar, að ský sveif yfir sem
var eins og flygill.“ Þetta er
aðeins svolítið ýkt mynd af hug-
arástandi skáldsagnahöfundar.
Þessi fyrsta bók mín hefur
sennilega hreinsað úr mér eitt-
hvað — eitthvað sem var óekta,
nokkuð af barnalegri rómantík,
dálítið af dómgirni og heilmikið
af ungæðislegri mælgi. En sú
staðreynd, að hún komst á prent
kann að hafa gert mér fleira
gott. Ég veit ekki hve snemma
mér varð Ijóst, að þetta verk
mitt var ekki annað en orða-
froða. En ég veit, að það er næst-
um alltaf holl refsing, að sjá á
prenti eitthvað sem maður hef-
ur skrifað sjálfur. Öll andans
fóstur breyta um svip og blæ
á sérhverju stigi tilorðningar
sinnar frá heilanum til hinnar
prentuðu síðu. Hugmyndin sem
kviknar í huga þér, þegar þú
ert að raka þig eða hreinsa út
úr eldavélinni, breytist þegar
hún hefur verið meitluð 1 orð.
En meðan hún er skrifuð með
þinni rithönd, útkrotuð með leið-
réttingum þínum, er hún einka-
eign þín. Þegar hún hefur breytzt
í prentletur og síðan í próförk,
hefur hún f jarlægzt þig. Og þeg-
ar prófarkirnar hafa verið bút-
aðar niður í síður, geturðu lit-
ið á þetta hugarfóstur þitt næst-
um eins og það sé ekki þitt af-
kvæmi.
Ég segi ekki, að þú getir al-
veg losnað úr tengslum við það.
Það getur tekið nokkur ár. En
það verður þér nægilega fram-
andi til þess að þú getur lagt
á það nokkum veginn hlutlægan
dóm. Og á þann hátt kann þessi
fyrsta bók mín að hafa byrjað
að kenna mér starf rithöfundar-
ins. Það er nefnilega starf sem
enginn annar getur kennt. Að
minnsta kosti ekki það sem vem-
legu máli skiptir. Að vísu era
til rithöfundar, sem virðast
koma fram á sjónarsviðið full-
skapaðir. Þeir vita nákvæmlega
hvað þeir vilja segja, hvaða and-
rúmsloft þeir vilja skapa í huga
lesandans, hvaða tæki þeir hafa.
handbær. En ég var ekki þann-
ig, og ég held ekki ég hefði get-
að orðið þannig af að sitja við
fætur einhvers meistara. Ég
varð sjálfur að finna starfsað-
3