Úrval - 01.06.1953, Page 34

Úrval - 01.06.1953, Page 34
32 ÚRVAL Hæðin hefur breytt líkama þeirra svo mikið, að venjuleg líkamsmál eiga ekki við þá. Þeir hafa löng, þykk hjörtu, brjóst- kassinn er stór og hvelfdur, blóð- ið er þykkara en venjulegt mannsblóð, rauðu blóðkornin eru stærri og fleiri og æðarnar víðari. Hjartslátturinn er hæg- ari og mýkri, líkt og í þjálfuð- um íþróttamönnum. Þeir geta afkastað 20% meiri vinnu en verkamenn neðan af láglendinu og lifað athafnasömu lífi, sem mundi gera út af við hraustasta sléttubúa. I náma- þorpinu Aucanquilcha í Chile búa 100 menn og konur í 5340 metra hæð. Á hverjum morgni fara verkamennirnir upp í brennisteinsnámur, sem eru 300 metrum hærra, og þar brjóta þeir brennistein og moka í kláfa sem fara eftir streng upp og nið- ur f jallið, án þess að séð verði að þeim sé það nein ofraun. Um dýrin, sem lifa hátt gegn- ir sama máli og mennina, þau eru þrekmeiri en önnur dýr. Þeg- ar Indíánar í f jallahéruðum Suð- vesturbandaríkjanna komu með beinabera og loðna hesta sína niður á slétturnar til að taka þátt í veðreiðum, vöktu þeir hlátur. En þegar til hlaupanna kom, urðu margir kyngöfugir gæðingar að láta í minni pok- ann fyrir þeim. I Suðurameríku er bannað að koma með fjalla- hesta til veðreiða nema þeir hafi verið tiltekinn tíma á jafnsléttu áður. En dýr sem fædd em og upp- alin á Iáglendi, þrífast illa í f jall- lendi; hestar, hundar og nautfé tímgast ekki og egg eru ófrjó. Fjallgöngumenn, sem þreytt hafa kapp við hæstu fjöll, vita af reynslunni, að þeir verða að fara sér hægt, taka stutta á- fanga og hvíla sig á milli, til að venjast loftbreytingunni. Og þó komast þeir oft í kynni við það, sem þeir kalla fjallaveiki.. Þeir fá svima og ógleði og höf- uðverk, andardrátturinn verður stuttur og tíður og þeir missa matarlystina. Eftir nokkurn tíma taka skynfærin að sljóvg- ast; sjón og heyrn dofnar og dómgreindin sljófgast. Sjaldn- ast gera menn sér grein fyrir þessu, þeim finnst jafnvel að þeir séu óvenju skýrir í hugsun og skynfærin næm, en seinna komast þeir að raun um, að þeir gátu ekki einu sinni skrifað nafnið sitt þannig, að hægt værl að lesa það. Meginmunurinn á háf jalla- og láglendisloftslagi er sá, að f jalla- loftið er miklu þynnra. I 5500 metra hæð fær maður helmingi minna súrefni úr hverjum and- ardrætti en við sjávarborð. Þetta nægir líkamanum að sjálfsögðu ekki, og lungun svara því fljót- lega þörfinni með því að auka starf sitt: öndunin verður tíðari og dýpri. En lungun þola ekki til lengdar slíkt erfiði. Líkaminn verður að læra að nýta betur það súrefni, sem berst ofan í lungun, og það gerir hann með
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.