Úrval - 01.06.1953, Síða 35
HÁFJALLABTJTAR
33
J)ví að breyta blóðinu, einkum
rauðu blóðkornunum, sem hafa
það hluhverk að flytja súrefnið.
Þeim fjölgar (blóðið verður
þykkra) og þau stækka og hið
rauða litarefni í þeim getur tek-
ið 1 sig meira súrefni.
Af framansögðu er ljóst, að
mjög er það takmarkað, hve
hátt maðurinn þolir að fara, og
sama máli gegnir um dýrin. En
þó er eitt dýr, sem virðist hafa
ótrúlega mikið þol í þessu tilliti.
Það er bréfdúfan.
Bréfdúfur eru jafnan mikið
notaðar sem boðberar í styrjöld-
um, og í síðustu styrjöld var tal-
ið nauðsynlegt að sannreyna
hvað bréfdúfurnar þyldu mik-
inn kulda og hve hátt þær gætu
flogið. Það voru gerðar tilraun-
ir á þeim í lágþrýstiklefum. Kom
þá í Ijós furðulegt þrek hjá þeim.
Loftið var þynnt sem svaraði
4600, 6100 og 9200 metra hæð
án þess þær sýndu nokkur ein-
kenni fjallaveiki. Og þær þoldu
-^43° á C. án þess að verða
meint af. Skipt var snögglega
frá loftþyngd við sjávarmál og
í lof tþyngd við 12200 metra hæð,
og einnig það þoldu þær. Ef
maður hefði verið látinn í slíka
þolraun, mundi hann hafa orðið
bláfölur í framan, misst meðvit-
und og loks dáið.
★ ★ ★
Of heitt.
Maður nokkur var á ferðalagi í Suðurríkjum Bandaríkjanna.
Hann staðnæmdist við bómullarakur, þar sem gamall maður
var að vinna. Þeir tóku tal saman, og meðal annars spurði
ferðamaðurinn hvort það væri satt, sem sagt væri, að bómull
þrifist bezt í miklum hitum.
„O, sei, sei,“ sagði sá gamli, „einhver sagði þetta einhvern
tíma þegar of heitt var til þess að hreyfa andmælum, og þann-
ig komst sagan á kreik.“
— Healthways.
Ung kona var að byrja að læra að aka bíl og það var maður-
inn hennar, sem var að kenna henni. Þau voru á mjóum, fá-
förnum vegi uppi í sveit, þegar unga frúin hrópar allt í einu:
Ö, taktu stýrið fljótt, þarna kemur tré!“
— Humour of Humour.
Læknirinn (I sjúkravitjun): Hóstinn er ekki eins ljótur núna
og í gær.
Sjúklingurinn: Þakka skyldi ég, sem hef verið að æfa mig í
alla nótt.
The Outspan.