Úrval - 01.06.1953, Side 38
36
ÚRVAL
pósthús bæjarins, það þriðja
stærsta í Nebraska.
Þeir 1000 drengir, sem búa í
Drengjabænum, eru borgarar
hans. Úr þeirra hópi — og af
þeim — eru þeir embættismenn
kosnir, sem stjórna bænum,
það er bæjarstjóri og bæjarfull-
trúar, og þeir embættismenn
aðrir, sem sjálfsagðir eru í
hverjum bæ. Og drengirnir bera
ekki aðeins titlana, þeir eru
raunverulegir embættismenn,
með þeirri ábyrgð og háðir þeim
skyldum, sem starfinu fylgja.
Ef við höldum eftir aðalgöt-
unni gegnum bæinn, liggur leið
okkar framhjá tónlistarbygg-
ingunni. Það er mikil þörf fyrir
hana, því að hér eru margar
hljómsveitir og kórar. Hljóm-
sveitarkórinn er þekktur um öll
Bandaríkin. Bak við tónlistar-
bygginguna eru mörg minni hús.
Þar búa „stóru“ drengirnir. þ.
e. þeir sem eru í gagnfræðaskóla.
Það búa 24 drengir í hverju
húsi — 4 til 8 í herbergi.
Maður hittir hér drengi af
öllum kynþáttum, og enda þótt
forstöðumaðurinn sé kaþólskur
prestur, eru engin skilyrði sett
varðandi trúarbrögð eða kyn-
þátt. Hér eru auðvitað kaþólsk-
ir drengir, en einnig mótmælend-
ur, gyðingar, aðventistar o. s.
frv. Flestir eru að vísu hvítir,
en margir brúnir og svartir, og
auk þess nokkrir Japanar og
Kinverjar. Hér er enginn mimur
gerður á kynþáttum — sem
betur fer.
Athyglisverðasta byggingin er
sú, þar sem vinnustofur drengj-
anna eru til húsa. Þar eru marg-
ar vinnustofur, búnar nýtízku
vélum, en kennsluna annast
færustu kennarar.
Hér er klæðskeravinnustofan
og skóvinnustofan, sem auðvitað
sjá um viðgerðir á fatnaði og
skóm drengjanna, og hér er
brauðgerðin, sem bakar brauðið
handa þeim. I prentsmiðjunni er
prentað dagblað bæjarins og
framkvæmd önnur nauðsynleg
prentun. Trésmíðavinnustofan,
járnsmiðjan, bílavinnustofan og
útvarpsverkstæðið hafa nóg að
gera — bæði sem kennslustofn-
anir fyrir hina ungu nema og
sem vinnustofur fyrir aðra íbúa
bæjarins. I leirbrennslunni fram-
leiða bömin ýmsa smáhluti, sem
seldir eru ferðamönnum. Það
fæst góður skildingur upp úr
því.
Hér í drengjabænum er að
sjálfsögðu lögð mikil áherzla á
íþróttir, eins og hvarvetna i
Bandaríkjunum. Á sumrin sækja
drengimir mjög hina stóm
íþróttavelli bæjarins, en á vet-
uma stunda þeir innanhúss-
íþróttir í stórri íþróttahöll, þar
sem m. a. er baseballsalur og
sundlaug, auk venjulegra fim-
leikasala.
Drengjabærinn rekur líka
landbúnað. Stór búgarður með
öllum búpeningi og nýtízku land-
búnaðarvélum er í bænum. Hann
sér Drengjabænum fyrir mjólk,
kartöflum og öðm grænmeti.