Úrval - 01.06.1953, Síða 41
ÞEGAR ENGISPRETTAN GERIST UMSKIPTINGUR
39
ir hafa stöðvað járnbrautarlest-
ir; þeir þekja teinana og hjólin
„spóla“ í eðjunni.
Engispretturnar geta ferðast
ótrúlegar vegalengdir. Sveimur
hefur fundizt 6000 km. frá þeim
stað sem þær klöktust út. Annar
sást yfir úthafi, nærri 2000 km.
frá landi. Venjuiega fljúga þeir
lágt, en þó er vitað um sveimi,
sem flogið hafa yfir 4500 km.
há fjöll.
Engisprettan er sterkbyggð;
holurinn er þakinn harðri skel,
tennurnar harðar og bitvöðv-
arnir sterkir. 50 milljóna sveim-
ur getur étið 6000 lestir af
gróðri.
Engisprettan þarfnast ekki
vængja til að ferðast stuttar
vegalengdir; hún getur stokkið
150 falda lengd sína. Langar
vegalengdir flýgur hún, ekki
eins og fugl, heldur eins og flug-
vél. Hún hefur f jóra vængi. Ytri
vængirnir eru stífir og heldur
hún þeim þöndum eins og flug-
vélavængjum, en innri vængjun-
um blakar hún ótt og títt og
knýr sig þannig áfram.
Þetta merkilega skordýr er
einært — fæðist á vorin og
deyr á haustin. Seint á haustin
borar kvenflugan með broddi
sínum holu niður í jörðina þar
sem hún verpir eggjum sínum
(200 talsins) og síðan deyr hún.
Með vorinu kemur lirfan úr
egginu og byrjar þá að éta allt
sem tönn á festir. Hún vex ört
og skiptir sex sinnum um ham
áður en engisprettan er full-
þroska. Vængi fær hún við síð-
ustu hamskiptin.
Engisprettan, sem vér sjáum
hoppa í garðinum, er tiltölulega
meinlaus, því að hún fer einför-
um. En í heitum, þurrum lönd-
um fjölgar vissum tegundum
mikið, þegar vel árar og beiti-
lönd eru nóg. Ef síðan kemui’
slæmt ár safnast engispretturn-
ar saman þar sem gróður er
nógur. Þéttbýlið æsir þær og
örvar og þeim fjölgar ofboðs-
lega. Minniháttar líkamlegar
breytingar verða á þeim. Þær
éta meira; og því meira sem þær
éta, því meiri verður f jölgunin.
I svona ,,varplöndum“ eru
stundum 5000 egg á fermetra,
og þau geta verið 750 ferkm. að
stærð.
í Evrópu hafa aldrei orðið
miklar engisprettuplágur, því
að þar er ekki mikið um stórar
sléttur. Suðurameríka á í stöð-
ugri baráttu við þær. Nýlega
gerði 100 km. breiður sveimur
innrás í akurlönd Brasilíu. Flug-
hraðinn var 15 km. á klukku-
stund, og svo lang-ur var sveim-
urinn, að hann var f jórar stund-
ar að fara yfir. Hann lokaði veg-
um, stöðvaði lestir, réðist inn í
hús og eyðilagði 60000 lestir af
hveiti.
í Bandaríkjunum hröktust
hundruð bænda af jörðum sínum
undan engisprettum skömmu
eftir 1870. Síðan hafa þar ekki
orðið neinar stórplágur. En ef
yfirvöldin hefðu ekki gert nein-
ar varnarráðstafanir, mundi all-