Úrval - 01.06.1953, Page 43

Úrval - 01.06.1953, Page 43
ÞEGAR ENGISPRETTAN GERIST UMSKIPTINGUR 41 stórum sveimum áður en þeim vaxa vængir og þeir hefja sig til flugs. En í þetta skipti sluppu engi- spretturnar. Sveimur eftir sveim hóf sig til flugs og stefndi í norður. Þeir fóru yfir ræktun- arlöndin í Ethiopiu og Eritreu og létu eftir sig auðn á 160 km. breiðu svæði. Þeir komu að Rauðahafinu, en létu það ekki aftra sér. Hinar víðáttumiklu eyðimerkur Arabíu urðu þeim heldur ekki farartálmi. Þeir flugu yfir Persíuflóa og dreifðu sér yfir íran, frak og Jórdaníu. Allsstaðar létu þeir eftir signak- ið land. f íran einu dreifðu engi- spretturnar sér yfir landssvæði, sern er sjö sinnum stærra en ís- land. Landbúnaðarráðuneyti Banda- xíkjanna fékk beiðni um hjálp frá íranstjórn í apríl 1951. Tíu dögum seinna var Bill Mabee, kunnur meindýraeyðir, lagður af stað til Teheran með átta Piper Cub flugvélar og 35 manna starfslið. Þeir höfðu með sér nægar birgðir af nýju skor- dýraeitri, sem nefnist Aldrin. Eitur þetta hafði reynzt vel gegn engisprettum í Vesturríkj- um Bandaríkjanna: 15 grömm leyst upp í lítra af vatni höfðu nægt til að drepa næstum hverja einustu engisprettu á einni ekru (4000 fermetrum) lands. En mundi það reynast nokkurs megnugt gegn hinni miklu plágu ? Mabee flaug frá Teheran til Abadan, þar sem ástandið var verst. Þar gerði hann fyrstu til- raunina. Hann sá stóran döðlu- pálmalund, sem sveimur hafði setzt á. Hann gaf flugmanni sínum fyrirmæli á flugvell- inum og ók síðan að lundin- um. Laufkrónur pálmanna voru gráar og löfðu niður undan þunga skorkvikindanna. Brátt kom flugvélin á vett- vang. Flugrnaðurinn opnaði 24 dreifara og þéttur úði lagðist yfir laufkrónur pálmanna. Á samri stundu tóku engisprett- urnar að hrynja af trjánum eins og regn. Laufkrónurnar urðu grænar og lyftu sér, en jörðin undir trjánum var þakin dauð- um engisprettum. Mabee skipulagði nú barátt- una. franskir varðmenn voru gerðir út til að leita uppi engi- sprettusveimina og síðan voru flugvélarnar sendar á vettvang til að úða. íranarnir ferðuðust um í jeppum með sendistöðvum, og þegar þeir höfðu fundið sveim, gerðu þeir boð til næstu flugbækistöðvar. Sveimur, sem setzt hefur að kvöldi, hefur sig ekki til flugs að morgni fyrr en sólin hefur þurrkað vængi flugn- anna. Aðferðin var því sú að af- marka svæði, sem sveimur hafði setzt á, með flöggum, og til- kynna síðan legu þess. Svo var flugvél send á vettfang fyrir dögun, ef unnt var, til að úða svæðið. Það þarf leikna flugmenn til að úða akra. Til þess að ná góð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.