Úrval - 01.06.1953, Qupperneq 48

Úrval - 01.06.1953, Qupperneq 48
46 TJRVAL barninu til hjálpar og jafnar veginn fyrir það, en svo er ann- að, sem strax á fyrstu vikunum gengur í berhögg við þroska- hneigð barnsins og heftir nátt- úrlegar lífsathafnir þess. Af tómri umhyggju viljum við á- kveða hvenær og hvernig bam- ið á að borða, sofa og setjast á pottinn. Við viljum jafnvel ráða því hvenær það á að skæla. Allt frá upphafi er barnið knúið til meiri eða minni undanlátssemi í árekstrum sínum við fullorðna fólkið, og allajafna tekst okk- ur þessi ögun barnsins svo vel, að þessi litli, eigingjarni villing- ur tekur þegar á þriðja ári sess sinn sem þjóðfélagsþegn með á- byrgðartilfinningu. Þessi ár- angur næst einungis með því móti að barnið lagi sig eftir um- hverfinu. Hinir fullorðnu hafa alla tíð staðið vörð um arfleifð og venj- ur, og það er því eðlilegt að við, sem erum foreldrar, reynum af fremsta megni að steypa börn- in í mót okkar kjmslóðar, og öll óskum við að börnin taki sér til fyrirmyndar foreldra sína! Allajafna leiðbeinum við börnum okkar af nærfærni og samvizkusemi. En sá galli er á gjöf Njarðar, að okkur hættir til, vegna vanþekkingar á þroska- ferli barnsins, að gera of mikl- ar kröfur til þess, heimta af því það sem það hefur ekki þroska til að láta í té. I sælli fáfræði um áætlanir okkar reynir bamið að fram- fylgja þroskaáætlun sinni. Með foreldra, og önnur skyldmenni á aðra hönd og barnasálfræð- inga og lækna á hina lifir barn- ið lífi sínu, önnum kafið við að vaxa, meðan þetta fólk þráttar af miklu kappi um hver sé hin rétta meðferð þess. Meðan eðli barnsins fær að tjá sig óhindr- að, gengur allt eins og í sögu, en ef kröfur okkar verða því fjötur um fót á þeirri þroska- braut sem það er að feta þá og þá stundina, þá rís það upp til andstöðu og berst hetjulega fyr- ir að geta fylgt þeirri þroskaá- ætlun sem náttúran hefur sett því. Ef við óskum að líf barnsins verði sem ánægjulegast og á- rekstraminnst, er jafnmikilvægt að barnið lagi sig eftir kröfum umheimsins, og að það fylgi þroskaáætlun sinni. Það er ekki auðvelt að uppfylla báðar þessar kröfur, því að árekstra- laus aðlögun er blátt áfram ó- hugsandi. Þessvegna verðum við að temja okkur mikla lip- urð og þolinmæði og taka tillit til þeirra vísbendinga, sem barn- ið sjálft gefur okkur um leið og það þræðir þroskabraut sína, og við verðum að bíða með kröfur okkar um aðlögun þangað til barnið er orðið nógu þroskað til að uppfylla þær. Með því einu móti er von til þess að uppeldis- starf okkar sé á hverjum tíma í samræmi við vöxt og þroska barnsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.