Úrval - 01.06.1953, Qupperneq 48
46
TJRVAL
barninu til hjálpar og jafnar
veginn fyrir það, en svo er ann-
að, sem strax á fyrstu vikunum
gengur í berhögg við þroska-
hneigð barnsins og heftir nátt-
úrlegar lífsathafnir þess. Af
tómri umhyggju viljum við á-
kveða hvenær og hvernig bam-
ið á að borða, sofa og setjast á
pottinn. Við viljum jafnvel ráða
því hvenær það á að skæla. Allt
frá upphafi er barnið knúið til
meiri eða minni undanlátssemi
í árekstrum sínum við fullorðna
fólkið, og allajafna tekst okk-
ur þessi ögun barnsins svo vel,
að þessi litli, eigingjarni villing-
ur tekur þegar á þriðja ári sess
sinn sem þjóðfélagsþegn með á-
byrgðartilfinningu. Þessi ár-
angur næst einungis með því
móti að barnið lagi sig eftir um-
hverfinu.
Hinir fullorðnu hafa alla tíð
staðið vörð um arfleifð og venj-
ur, og það er því eðlilegt að við,
sem erum foreldrar, reynum af
fremsta megni að steypa börn-
in í mót okkar kjmslóðar, og öll
óskum við að börnin taki sér til
fyrirmyndar foreldra sína!
Allajafna leiðbeinum við
börnum okkar af nærfærni og
samvizkusemi. En sá galli er á
gjöf Njarðar, að okkur hættir til,
vegna vanþekkingar á þroska-
ferli barnsins, að gera of mikl-
ar kröfur til þess, heimta af því
það sem það hefur ekki þroska
til að láta í té.
I sælli fáfræði um áætlanir
okkar reynir bamið að fram-
fylgja þroskaáætlun sinni. Með
foreldra, og önnur skyldmenni
á aðra hönd og barnasálfræð-
inga og lækna á hina lifir barn-
ið lífi sínu, önnum kafið við að
vaxa, meðan þetta fólk þráttar
af miklu kappi um hver sé hin
rétta meðferð þess. Meðan eðli
barnsins fær að tjá sig óhindr-
að, gengur allt eins og í sögu,
en ef kröfur okkar verða því
fjötur um fót á þeirri þroska-
braut sem það er að feta þá og
þá stundina, þá rís það upp til
andstöðu og berst hetjulega fyr-
ir að geta fylgt þeirri þroskaá-
ætlun sem náttúran hefur sett
því.
Ef við óskum að líf barnsins
verði sem ánægjulegast og á-
rekstraminnst, er jafnmikilvægt
að barnið lagi sig eftir kröfum
umheimsins, og að það fylgi
þroskaáætlun sinni. Það er
ekki auðvelt að uppfylla báðar
þessar kröfur, því að árekstra-
laus aðlögun er blátt áfram ó-
hugsandi. Þessvegna verðum
við að temja okkur mikla lip-
urð og þolinmæði og taka tillit
til þeirra vísbendinga, sem barn-
ið sjálft gefur okkur um leið og
það þræðir þroskabraut sína, og
við verðum að bíða með kröfur
okkar um aðlögun þangað til
barnið er orðið nógu þroskað til
að uppfylla þær. Með því einu
móti er von til þess að uppeldis-
starf okkar sé á hverjum tíma
í samræmi við vöxt og þroska
barnsins.