Úrval - 01.06.1953, Side 67
ERUÐ í>ER GOTT VXTNI?
65
var aðallega að þakka rithöfund-
inum Sir Arthur Conan Doyle,
að Slater f ékk frelsi og uppreisn
æru sinnar.
Það, sem einkum varð Slater
að falli (hann hafði annars
slæmt orð á sér), var að tvö
vitni þóttust kannast við hann
og hafa séð hann yfirgefa íbúð
hinnar myrtu. Við upptöku
málsins 1928 komust menn að
raun um, að þau kennsl, sem
annað vitnið þóttist bera á
manninn, voru ekki nægilega
örugg. Og þó voru bæði vitnin
vafalaust einlæg í framburði
sínum.
Mig langar einnig að minna á
sögu, sem hinn frægi ameríski
lögfræðingur, prófessor Wig-
more er vanur að segja, ef þessi
mál ber á góma: — Stór og
bróttmikil svertingjakona í New
York kærði fyrrverandi mann
sinn fyrir rétti fyrir að hafa
ógnað lífi hennar með stórum
garðklippum.
— Háttvirti dómari, kveinaði
hún, — hann réðist á mig með
þessum hræðilegu klippum! Og'
hann fláði og tætti mig í fram-
an, þangað til ekki var sjón að
sjá mig! Andlit mitt var orð-
ið eins og sundurtætt og blóð-
ugt kjötstykki.
Dómarinn leit á kringluleitt
andlit hennar, sem ekki bar
merki misþyrmingar af neinu
tæi.
•—- Hvenær segið þér að þetta
hafi gerzt? spurði hann.
— í gærkvöldi, herra dómari,
svaraði hún.
— í gærkvöldi ? endurtók
hann. En ég get ekki séð nein
verksummerki á andliti yðar.
—■ Verksummerki! hrópaði hún
Verksummerki! Hvem fjand-
ann varðar mig um verksum-
merki! Ég hef vitni að þessu.
I. P. þýddi.
Tvíeggjað.
Hann var í vandræðum með að velja sér hatt. Konan hans,
sem var með honum, rétti honum að lokum einn. „Taktu þennan,“'
sagði hún, ,,þú yngist um tíu ár við að setja hann upp.“
Maðurinn mátaði hattinn og horfði lengi á sig í speglinum.
Svo tók hann hattinn af sér og hristi höfuðið. ,,Nei,“ sagði hann,
„það er ekki til neins. Eg kæri mig ekki um að eldast um tíu
ar í hvert skipti, sem ég tek hann ofan.“
— Point de Vue.
'k
Amerísk kvikmyndaleikkona var að sækja vegabréf.
„Eruð þér giftar?“ spurði afgreiðslumaðurinn.
„Annað slagið," svaraði leikkonan.
— Illustrated Weekly.