Úrval - 01.06.1953, Side 85
ÆVINTÝRI
83
með fótunum, taka við og við
í höndina á honum og tala um
hann eins og hann væri ekki við-
staddur, sem sagt, eins og hann
væri skemmtilegt nýtt leikfang,
sem þeim hefði verið gefið.
„Mér finnst hann voða sætur
strákur, Patsy,“ sagði þessi
skelfilega Dot, um ieið og hún
lagði kinnina sem snöggvast upp
að vanga hans.
„Og ég er viss um, að hann
er líka pínulítill heldrimaður,“
sagði Patsy og horfði á Hubert
kipruðum augum. Svo flissaði
hún dálítið. Það var eitthvað
við þetta fliss, sem kom ónota-
lega við Hubert. Honum geðj-
aðist miklu betur að Patsy, sem
var laglegri, ef til vill skynsam-
ari og áreiðanlega ekki eins
bylgðunarlaus, og hann gat ekki
varizt þeirri tilfinningu, að hún
liti á hann sem fífl. Hann reyndi
að svara þessu með hæðnishlátri,
en þar sem það var lítið meira
en tilraun, yppti hann öxlum,
að því er hann vonaði, á kæru-
leysislegan hátt, og sat síðan
teinréttur í sætinu.
„Auðvitað er hann það,“ hróp-
aði Dot og hallaði sér fast upp
að honum.
„Þetta er lagið, Watson sæll,“
kallaði Lux yfir til þeirra. „Þú
skemmtir þér.“
„Láttu hann vera, Luxy,“
sagði Dot með uppgerðar
hneykslun í rómnum.
Hubert sá bregða fyrir hæðn-
isglampa í litlum glymum Meak-
ins með pönnukökuandlitið. Hon-
um fannst nú orðið nóg um og
ákvað að kveðja Rúmenska
íþróttaklúbbinn innan skamms.
Eftir allt saman var ekkert lak-
ara að sitja yfir tesopa með
Johnna kallinum. Það var eitt-
hvað, reyndar anzi margt, við
þennan stað, sem honum féll
ekki í geð, þó að sú rauðhærða
væri vissulega snotur og gæti
vel gengið sem ævintýradís.
Það var Patsy, sem hvolfdi
glasi sínu, gretti sig og sagði:
„Ég er þyrst. Mig langar í
kampavín. Litli herramaður,
mig langar í kampavín.“
Litli herramaðurinn brosti
bara deyfðarlega. Hann hafði
aðeins fjögur pund á sér og
mátti helzt engan skilding missa.
Kampavínskaup höfðu aldrei
fylgt með í þeim ævintýrum, sem
hann hafði dreymt um. Hann
hafði einhverja hugmynd um,
hvað slíkt kostaði á þessum tíma
nætur á svona stað. Svo að hann
bauð fyrirlitningu hinnar rauð-
hærðu byrginn og þagði.
„Ég gæti líka þegið svolítið
tár, elskan,“ sagði Dot.
„Heyrðu, Luxy,“ hrópaði hin,
„hvað segirðu um það? Mig
langar í kampavín."
„Ó, þetta kvenfólk,“ sagði
herra Lux. Hann kinkaði kolli
til Meakins og stóð á fætur.
„Jæja, við fáum okkur flösku.
Pantaðu fyrir okkur, Watson
góður. Kem á stundinni.“ Að
svo mæltu var hann farinn.
Hubert sá að þjónninn var