Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 88
86
ÚRVAL
reglunnar. En auk þess var ekki
að sjá, að þetta lagsfólk hans
ætlaði að láta hann sleppa. Hann
var ringlaður og ráðþrota og
óskaði þess, að hann hefði aldrei
stigið fæti inn í Rúmenska
íþróttaklúbbinn.
Við endann á ganginum sneru
þau til hægri og skokkuðu nið-
ur nokkra dimma stiga. Hubert
fann ferskt næturloft leika um
vanga sér og sá rofa fyrir
stjörnum. Þau virtust vera stödd
í einskonar gripahúsi.
,,Jæja,“ hóf Hubert máls,“ ef
þið aðeins viljið segja mér, hvar
ég er staddur, held ég, að ég
muni komast---------“
„Haltu þér saman, bjáninn
þinn,“ hvíslaði Meakin vonzku-
lega í eyrað á honum. „Viltu
láta nappa okkur öll?“ Hann
greip í handiegginn á Hubert
og ýtti honum áfram í skugg-
anum, þar til þau loks komust
út á hliðargötu, þar sem stóðu
nokkrir smábílar. Inn í einn
þeirra var þeim öllum kastað.
Meakin setti hann strax í gang
og ók liðugt um nokkur hljóð-
lát stræti. Hubert fannst á ein-
um stað hann kannast svolítið
við sig.
Þau stönzuðu fyrir framan
háan og ellilegan leiguhjall. Dot
fór út á undan, tók upp lykil
og opnaði útidyrnar. „Fljótt nú,“
sagði hún.
Hubert hikaði. „Ég held ég
komi ekki inn, takk fyrir,“
byrjaði hann.
Meakin greip í handlegg hans
aftur. „Auðvitað kemurðu inn,“
sagði hann ógnandi. „Ef þú
gerir það ekki, verðurðu gripinn
á augabragði. Flýttu þér inn,
og talaðu ekki svona mikið.“
Hubert var of hræddur og
ringlaður til að deila við hann,
en sjálfur gat hann ekki séð
neitt við það að athuga að ganga
rólega í burtu og halda heim.
Dot og Lillý, sem ætlaði að rifna
af mæði, prikuðu á undan upp
á fjórðu hæð, og Meakin rak
lestina alla leið.
„Velkomin í hreiðrið mitt
litla, elskurnar," sagði Dot, og
hvarf síðan inn í eitthvað, sem
að líkindum var svefnherbergi.
Litla hreiðrið hennar samanstóð
af tveimur stofum, og Hubert
minntist þess ekki að hafa séð
óhrjálegra herbergi en það, sem
hann var nú staddur í. Það lykt-
aði af gömlum fötum, ódýru
andlitsdufti, visky, sígarettum
og stöðnu vatni. Borð og gólf
voru þakin óhreinum glösum,
kámugum diskum og sígarettu-
stubbum. Þetta var andstyggi-
legur staður. Hubert leit á
klukkuna. Hana vantaði fjórð-
ung í eitt. Hann hefði getað
verið að skríða í bólið núna,
eftir að hafa fengið sér bolla
af te og pípu af tóbaki með
Johnna karlinum. En slíkt virt-
ist nú fjarlæg paradís. Meakin
fór snuðrandi um herbergið,
sýnilega í leit að visky og sígar-
ettum, því þegar þetta var fund-
ið hætti hann að leita. Hann
bauð Hubert spotzkur á svip,