Úrval - 01.06.1953, Qupperneq 91

Úrval - 01.06.1953, Qupperneq 91
ÆVINTÝRI 89' komumst nú brátt að því. Þú kemur með okkur, Meaky. Og hvað þér viðvíkur," hann sneri sér að Hubert, „því fyrr sem mamma þín rassskellir þig og sendir þig í háttinn, því betra. En láttu mig ekki sjá þig hér aftur, litli mömmudrengur, annars skal ég kenna þér að lifa.“ „Alveg rétt,“ sagði Tommy og rak, um leið og hann fór fram- hjá, öxlina svo harkalega í Hu- bert, að strákgarmurinn næstum rauk um koll. Síðan hurfu þeir þrír út um dyrnar. Nú loks leystu kvensurnar frá skjóðunni. — Dot mældi Hubert með augunum. „Þú ert þokka- piltur, karlinn,“ hrópaði hún, ímynd smáðrar dyggðar. „Kem- ur hér af stað leiðindum, eftir að við höfum tekið þig að okk- ur!“ Lillý tók upp þráðinn. „Ef é’ hebbi ráðið, hebbi ’ann orðið að sjá um sig sjálfur. Þú ert of blíðlynd, heillin, það er nú gall- inn á því. Þú lendir einhvern tíma í klandri fyrir hvað þú ert góðhjörtuð." Hún leit á Hubert með hyldjúpri vanþóknun. „Ætt- ir að skammast þín.“ „Það finnst mér sannarlega,“ sagði Dot og reigði höfuðið. „Ég veit eiginlega ekki, hvernig ég á að afbera þetta.“ Nú var Hubert nóg boðið. Nógar hrellingar hafði hann þol- að af karlmönnunum. „Æ-i, haldið ykkur saman,“ muldraði hann. „Þið vitið ósköp vel, að ég hef ekkert gert. Ég er að fara.“ Hann gekk að borðinu til að tína saman dótið úr vösum sínum, sem lá þar ennþá. En Lillý, þó feit væri, varð fyrri til. „Ó-nei, hægan,“ hróp- aði hún með sama óviðfelldna hreimnum í röddinni og Jarvey áður, og lagði hendur yfir hrúg- una. „Rétt augnablik, augnablik, ungi maður!“ „Fáðu mér þetta,“ hrópaði Hubert með gremjutár í augun- um og togaði í handlegginn á henni. „Ef þú snertir við henni,“ sagði Dot og þaut upp, „skaltu fá það duglega á baukinn, að þú munir eftir því.“ Hubert vék ólundarlega und- an. „Ég vil fara. Fáið mér þetta.“ Feita ófreskjan var nú að skoða bréfin hans. „Kallar sig Watson,“ hrópaði hún sigri hrósandi. „Og hvað sé ég hér? Öll til herra Hubert Graham.“ Á eitt bréfið var ritað heim- ilisfangið hans, á annað heiti skrifstofunnar. Hún las utan á hvorttveggja. „Gengur undir fölsuðu nafni og reynir svo að koma kvenfólki í bölvun. Það er þokkalegt." „Heldur en ekki þokkalegt,“ sagði Dot sárhneyksluð. „Hann skal Hka fá að borga fyrir það,“ sagði Lillý rólega, og áður en hann fengi aðgert, hafði hún tekið seðlana, sem eftir voru í veskinu hans. „Eitt pund og tíu shillingar, það er allt og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.