Úrval - 01.06.1953, Side 104

Úrval - 01.06.1953, Side 104
102 ÍTRVAL mál svo sem vera bar um fólk úr þeirra stétt. „Þú færð bara illt orð á þig af því að vera hér,“ sagði fað- irinn við ástmey sonarins. „Það er betra að þú giftist. Þú skalt fá góðan heimanmund, og svo geri ég manninn þinn að nárnu- stjóra í Polevoje. Þar mun ykk- ur farnast vel, aðeins ef þið lít- ið eftir vinnufólkinu. Það gerir ekkert til, þó að hann sé bara hljóðfæraleikari. Ykkur mun hvergi líða betur en á Polevoje. Þar verður þú hænan á efsta skaftinu, ef svo mætti segja. Verra gæti það verið, finnst þér ekki?“ Stúlkan lét sér segjast. Ef til vili stafaði það af því, að hún hafði orðið ósátt við soninn, ef til vill var þetta aðeins kænsku- bragð hjá henni. „Ég hef lengi þráð eitthvað svipað þessu, enda þótt ég hafi ekki þorað að segja frá því!“ sagði hún. I fyrstu brást hijóðfæraleik- arinn auðvitað hinn versti við. „Ég vil það ekki“, sagði hann og var ekki seinn að gefa í skyn, hve slæmt orð hún hefði á sér, hún væri sem sé eins og versta götudrós. En námueigandinn var mesti bragðarefur. Maður lærir ekki svo lítið á því að stjórna heilli námu. Hann kunni tökin á hljóð- færaleikaranum sínum. Það skipti ekki máli, hvort hann þurfti að ginna hann, þvinga hann eða drekka hann undir borðið, aðeins ef brúðkaupið yrði haldiö í snatri, svo að ungu hjónin gætu farið til Polevoje. Þannig vildi það til að Lurkur kom til okkar. Lurkur kom ásamt konu sinni einmitt í þann mund, þegar kaupendurnir flykktust til Nastasiu. Konan hans var ein af þeim, sem vekur athygli. Hún heyrði rætt um skrínið og allt þrefið út af því. „Kannski ég fari og líti á glingrið“, sagði hún við sjálfa sig. Hún bjó sig í snatri og hélt til Nastasiu. Því að hestar námunnar voru ávallt til taks, ef hún þurfti að nota þá. „Vertu svo góð að sýna mér gimsteinana, sem eru til sölu!“ sagði hún. Nastasia sótti skrínið og sýndi henni það. Kona Lurks rak upp stór augu. Hún hafði alizt upp í Pétursborg og ferðast auk þess nokkuð erlendis með manni sínum, og hlaut því að bera talsvert skynbragð á skart- gripi. „Hvað sé ég!“ sagði hún við sjálfa sig. „Jafnvel keisara- drottningin á ekki slíkt ennis- djásn sem þetta, og svo rekst maður á svona dýrgripi hjá blá- fátækum vesalingum hérna í Polevoje! Bara að hún vilji nú selja þá.“ „Hve mikið á það að kosta?“ spurði hún. „Ég hef ætlað mér að selja það fyrir tvö þúsund“, sagði Nastasia. „Gott og vel, við skulum koma
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.