Úrval - 01.06.1953, Síða 114
112
ÚRVAL
járnmoli og koparögn er þegar
veðsett!
Tanjusjka hefur ekki sést í
þorpinu okkar síðan. Það er
eins og jörðin hafi gleypt hana.
Nastasia var að sjálfsögðu
hnuggin, en þó ekki buguð af
harmi. Vissulega tilheyrði
Tanjusjka fjölskyldunni. En
það breytti engu um hitt, að
hún hafði alla tíð verið eins og
ókunnug manneskja í augum
Nastasiu.
Og nú voru báðir drengirnir
líka komnir upp. Þeir giftust.
Nastasia eignaðist barnabörn.
Það fór að verða þröngt í hús-
inu. Þau fóru að hugsa um að
kaupa annað . . . Og var nokk-
ur ástæða til að gráta yfir því?
#
En ungu mennirnir gátu ekki
gleymt Tanjusjku. Þeir börðu
oft á gluggann hjá Nastasiu.
Þeir biðu þess að Tanjusjka
birtist, en það varð aldrei.
Loks giftust þeir auðvitað,
og héldu samt áfram að minn-
ast hennar:
,,Það skuluð þið vita, að einu
sinni var reglulega falleg
stúlka hérna í þorpinu," sögðu
þeir. ,,Við sjáum aldrei hennar
líka í þessu lífi.“
Ó. B. þýddi.
Ekki aíí baki dottinn.
Við vorum nýbúin að þekja blett í garðinum okkar, og' þó að
við settum upp spjald með áletruninni: Gangið ekki á grasinu,
átti ég í brösum við börnin í nágrenninu. Það var of freistandi
fyrir þau að hlaupa út á blettinn.
Þegar ég kom út í tíunda sinn einn morguninn,. var sex ára
patti að hoppa á blettinum. ,Ég hljóp til hans, greip í öxlina
á honum, teymdi hann að spjaldinu og sagði:
„Sérðu þetta spjald?“
„Já," sagði sá litli.
„Geturðu lesið það sem stendur á því?"
„Já,“ sagði hann rogginn.
„Og hvað stendur á því?“
Hann hikaði andartak, en sagði svo sannfærandi: „Það stendur
Ný málað!“
■— Dean Ryder í „Magazine Digest."
JJ fí VA J Ritstjóri: Gísli Ölafsson, Leifsgötu 16. Af-
<U Mí r Afi. æj greiðsla Tjamargötu 4, pósthólf 365, Reykjavík.
Kemur út átta sinnum á ári. Verð kr. 10.00 hvert hefti í lausasölu.
Áskriftarverð 70 kr. á ári. Utanáskrift tímaritsins er: UrvaJ, póst-
hólf 365, Reykjavík.
UTGEPANDI: steindörsprent h.p.