Úrval - 01.04.1955, Side 29

Úrval - 01.04.1955, Side 29
Um hin hörmulegu. ævilok spænska skáldsnillingsins — GARCIA LORCA. Grein úr „Verden Idag“, eftir Bent Rönne. GARCIA LORCA var 37 ára þegar hann féll fyrir kúl- um falangistanna. Óumflýjan- legt, munu menn segja. Eins og það var óumflýjanlegt, að skáld- skapur hans, sem fyrir löngu var orðinn eign þjóðarinnar, öðlaðist nú nýtt, sjálfstætt líf og varð leiðarljós spænskrar alþýðu í baráttu hennar. Og þó var hann í rauninni í aðra röndina fagurkeri, sem ekki tók vitandi neinn þátt í félags- og stjórnmálabaráttu fólks síns og nefndi aldrei Spán á nafn í skáldskap sínum. En enginn hafði sem þessi andalúsiski bóndastúdent klædd holdi og sál tilfinningalíf spænsku þjóðar- innar, enginn hafði sem hann skynjað og túlkað tilfinningar hennar í sýnum þar sem sveit- in hans birtist heit og sólbjört og fólkið, sem byggir hana. Þessvegna tók spænsk alþýða ástfóstri við hann. Það geisluðu frá honum seiðmagnaðir töfrar þegar hann söng ljóð sín og lék sjálfurundir ágítar, og hin hug- myndaríku, eggjandi sígauna- ljóð hans voru þegar á allra vörum, er Spánn varð lýðveldi árið 1931. Menntamálaráðherra hinnar nýju stjórnar, sem var vinur hans, gerði hann sama árið að forstöðumanni einskon- ar þjóðleikhúss, en það var ferðaleikhús stúdenta, La Bar- raca, sem lék verk hinna sígildu meistara, Lope de Vergaz og Caldons, og hin nýju leikrit Lor- ca sjálfs; leikið var á torgum þorpanna, í skúrum og hlöðum, fyrir bændur og verkamenn. Þetta var án efa listræn við- leitni hjá Lorca, en hvort sem hann stóð frammi fyrir fólkinu sem leikstjóri eða skáld og leik- ritahöfundur, var hann í krafti persónuleika síns hvöt til fólks- ins að gera hina nývöktu von þess um frelsi og réttlæti að veruleika. I kvæðum Lorca tengjast ljóðræn dulúð og ein- faldleiki þjóðvísunnar í frjórri einingu. List hans er í heild frá- bær samruni nútímalistar og fornra hefða. Hinir sérkennilegu töfrar leikrita hans um konuna í spænsku sveitaþorpi: Blóð- brullaup, Yerma og Hús Bern- arda, eru ekki hvað sízt fólgnir í því hvernig sífellt skiptast á í þeim óbundið, safaríkt alþýðu-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.