Úrval - 01.04.1955, Síða 32

Úrval - 01.04.1955, Síða 32
30 ÚRVAL líf hans var í hættu, lét hann tilleiðast. Að morgni hins 16. júlí fylgdu nokkrir vinir hans honum á járnbrautarstöðina. Þegar lestin rann af stað í átt til heimaborgar Lorca, heyrðu þeir hann segja: „Og svo má guðs vilji ske.“ EGAR Lorca kom til Grana- da fór hann strax til sumar- seturs síns í útjaðri borgarinn- ar. Það var lítið, friðsælt land- setur, umkringt appelsínutrjám og cypressum. En friðurinn var skammær. Strax daginn eftir brauzt byltingin út um allt land. Miðhluti Granadaborgar féll snemma í hendur falangista, það voru aðeins verkamanna- hverfin, sem stóðust áhlaup hinna vel vopnuðu árásarmanna. Lorca vissi, að samborgarar hans dáðu hann, og hann gat farið óáreittur um götur borg- arinnar. Samt fannst honum hann ekki vera óhultur, og jafn- vel heimilið var ekki tryggt hæli eftir að mágur hans, Montesino borgarstjóri, og aðrir sósíalist- ar í borginni höfðu verið hand- teknir. Brátt tóku fasistar að semja svartalista þar sem skráð voru nöfn grunaðra manna, er teknir skyldu höndum og líf- látnir. Viku eftir að Lorca kom heim, tók hann eftir því um morguninn, að njósnarar sátu um hús hans. Tveir menn voru á vakki fyrir utan og horfðu upp á glugga og dyr, og þegar sama sagan endurtók sig seinna um daginn, ákvað hann að yfir- gefa húsið um nóttina. Það er dimmt og hljótt í borginni, þeg- ar hann læðist eftir götunum, en öðru hvoru heyrir hann í bílum, sem eru á leið til aðal- stöðva falangista með nýja fanga úr handtökuferðum næt- urinnar. Luis Rosales hafði verið einn þeirra, sem lögðu fastast að honum að fara frá Madrid, og nú leitar Lorca hælis hjá bróð- ur hans. Eftir krókaleiðum kemst hann óséður til heimilis kaupmannsins, þar sem honum er tekið opnum örmum. Þó að Lorca sé á bandi óvinanna, læt- ur kaupmaðurinn sér ekki til hug- ar koma að svíkja hinn forna skólafélaga sinn, og þegar Lorca hefur haldið kyrru fyrir í nokkra daga og tekur að gerast óvar- kár, vandar kaupmaðurinn um við hann og leggur ríkt á við hann að vera gætinn. En Lorca sinnir ekki aðvörunum hans. Eftir tvær vikur er öll mótstaða lýðræðissinna brotin á bak aft- ur og Lorca gerist þá svo djarf- ur að fara út á götur borgar- innar um hábjartan dag. Ein- hver hefur þekkt hann og veitt honum eftirför, því að morgun- inn eftir nemur einn af bílum falangista staðar fyrir utan dyr Rosales, og það er barið harka- lega að dyrum. Lorca var að klæða sig, að því er einn sjónar- vottur segir. Hann vissi strax hvað beið sín, en þó var auðséð, að aðförin kom honum að óvöru.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.