Úrval - 01.04.1955, Qupperneq 32
30
ÚRVAL
líf hans var í hættu, lét hann
tilleiðast. Að morgni hins 16.
júlí fylgdu nokkrir vinir hans
honum á járnbrautarstöðina.
Þegar lestin rann af stað í átt
til heimaborgar Lorca, heyrðu
þeir hann segja: „Og svo má
guðs vilji ske.“
EGAR Lorca kom til Grana-
da fór hann strax til sumar-
seturs síns í útjaðri borgarinn-
ar. Það var lítið, friðsælt land-
setur, umkringt appelsínutrjám
og cypressum. En friðurinn var
skammær. Strax daginn eftir
brauzt byltingin út um allt land.
Miðhluti Granadaborgar féll
snemma í hendur falangista,
það voru aðeins verkamanna-
hverfin, sem stóðust áhlaup
hinna vel vopnuðu árásarmanna.
Lorca vissi, að samborgarar
hans dáðu hann, og hann gat
farið óáreittur um götur borg-
arinnar. Samt fannst honum
hann ekki vera óhultur, og jafn-
vel heimilið var ekki tryggt hæli
eftir að mágur hans, Montesino
borgarstjóri, og aðrir sósíalist-
ar í borginni höfðu verið hand-
teknir. Brátt tóku fasistar að
semja svartalista þar sem skráð
voru nöfn grunaðra manna, er
teknir skyldu höndum og líf-
látnir. Viku eftir að Lorca kom
heim, tók hann eftir því um
morguninn, að njósnarar sátu
um hús hans. Tveir menn voru
á vakki fyrir utan og horfðu
upp á glugga og dyr, og þegar
sama sagan endurtók sig seinna
um daginn, ákvað hann að yfir-
gefa húsið um nóttina. Það er
dimmt og hljótt í borginni, þeg-
ar hann læðist eftir götunum,
en öðru hvoru heyrir hann í
bílum, sem eru á leið til aðal-
stöðva falangista með nýja
fanga úr handtökuferðum næt-
urinnar.
Luis Rosales hafði verið einn
þeirra, sem lögðu fastast að
honum að fara frá Madrid, og
nú leitar Lorca hælis hjá bróð-
ur hans. Eftir krókaleiðum
kemst hann óséður til heimilis
kaupmannsins, þar sem honum
er tekið opnum örmum. Þó að
Lorca sé á bandi óvinanna, læt-
ur kaupmaðurinn sér ekki til hug-
ar koma að svíkja hinn forna
skólafélaga sinn, og þegar Lorca
hefur haldið kyrru fyrir í nokkra
daga og tekur að gerast óvar-
kár, vandar kaupmaðurinn um
við hann og leggur ríkt á við
hann að vera gætinn. En Lorca
sinnir ekki aðvörunum hans.
Eftir tvær vikur er öll mótstaða
lýðræðissinna brotin á bak aft-
ur og Lorca gerist þá svo djarf-
ur að fara út á götur borgar-
innar um hábjartan dag. Ein-
hver hefur þekkt hann og veitt
honum eftirför, því að morgun-
inn eftir nemur einn af bílum
falangista staðar fyrir utan dyr
Rosales, og það er barið harka-
lega að dyrum. Lorca var að
klæða sig, að því er einn sjónar-
vottur segir. Hann vissi strax
hvað beið sín, en þó var auðséð,
að aðförin kom honum að óvöru.