Úrval - 01.04.1955, Qupperneq 42
40
CTRYAL,
in í hvíldarástand sitt, missir
Jcarma vald sitt yfir henni. Ný
endurholgun er þá nauðsynleg.
Búddisminn kennir, að einung-
is í líkamlegu ástandi sé sálin
þess megnug að efla þroska
sinn. Efnið sé örvandi stig, sem
sálin verði að ganga í gegnum
til þess að geta þroskast. í sál-
inni djarfar því fyrir ósk um
nýtt jarðneskt líf. Þegar óskin
hefur náð hámarki sínu, sezt
sálin að í frjóvguðu móður-
skauti og við það fær fóstrið
líf. Endurholgunin er fullkomn-
uð. Um undirbúninginn að end-
urfæðingunni fjallar síðasti
hluti bókarinnar, sidpabardo.
Hverju á maður nú að trúa
og hvað að halda um allt þetta ?
Áður en við kveðum upp dóm
er rétt að minnast þess, að
Bardo Thödol er afsprengi
þúsund ára gamallar menning-
ar, sem menning vor á margar
af rótum sínum í, einkum á
sviði trúarbragðanna. Orð
Fjallræðunnar: „Verið þér því
fullkomnir, eins og yðar himn-
eski faðir er fullkominn“ eru
í sama anda og fullkomnunar-
hugtak Búddismans. Einnig
kenningin um sálnaflakk á sér
hliðstæðu í Nýja Testamentinu
(t. d. í Matt. 17—12.).
Búddisminn kennir, að efnis-
heimurinn sé blekking. Nátt-
úran sé aðeins hillingar —
fata morgana — sem eigi sér
upphaf í huganum, lifi í hug-
anum og sökkvi í hugann. Vest-
ræn nútímavísindi virðast nú
nálgast þessi viðhorf. Þau full-
yrða, að efnisheimurinn sé alls
ekki eins og hin líkamlegu skiln-
ingarvit vor skynja hann. Rúm
og tími eru aðeins viðtekin
skilningsform án innihalds.
Þessar „nýju“ hugsanir má
finna í hinum ævafornu kenn-
ingum raja- og jnani-yoga.
Með „uppgötvun11 dulvitund-
arinnar — en það er hugtak,
sem finna má í fyrrgreindum
yogafræðum — er sálkönnunin
komin inn á svið austurlenzkr-
ar dulspeki. Hinn þekkti sál-
könnuður C. G. Jung skrifar
m. a. um Bardo Thödol: „Hún
er í hópi þeirra bóka, sem eiga
ekki aðeins erindi til sérfræð-
inga í mahyana-búddisma'). I
mannleik sínum og innsýn í
leyndardóma sálarlífsins á hún
erindi til allra manna. Síðan hún
kom út* 2) hefur hún verið stöð-
ugur förunautur minn og á ég
henni að þakka ekki aðeins
margar hugmyndir og mikla
þekkingu, heldur einnig mikla
innsýn . . . Heimspeki hennar er
kjarninn í sálrænni gagnrýni
búddismans, og sem slík er hún
vissulega frábært verk.“3).
Rannsóknir á draumum hafa
verið mikið áhugamál sálkönn-
uða. En hvað eru draumar?
Hvernig verða þeir til? Þeir
J) Lama-grein búddismans.
2) Jung mun eiga hér við ensku
útgáfuna: The Thibetan Book of
Dettd frá 1927.
3) TJr formála að þýzkri útgáfu:
Das tebetanische Todenbucli, 1942.