Úrval - 01.04.1955, Qupperneq 47
HVARF DANSKA SKÓLASKIPSINS KÖBENHAVN
45
seglskip í hafsnauð frá eyjunni
Tristan da Cunha í Suðurat-
lantshafi.
Hinn 4. marz 1929 sendi út-
gerðarfélagið út fyrstu tilkynn-
inguna um Köhenhavn. „Þar eð
skipið er enn ekki komið á á-
kvörðunarstað, er ástæða til að
ætla, að hjálparvélin hafi bil-
að. Og með því að leið skipsins
er mjög fáfarin, eru möguleik-
arnir á því að það geti náð loft-
skeytasambandi við umheiminn
mjög litlir.“
Það er skiljanlegt, að þessi
tilkynning varð ekki til þess að
róa foreldrana, og næstu vikur
liðu í ugg og kvíða. Frá aðal-
fundi Ö. K. hinn 27. marz barst
svolátandi orðsending: „Frá
opinberum aðilum hefur félagið
fengið upplýsingar um, að á leið
Köbenhavn hafi sést ísjakar og
er ekki útilokað, að þokur af
völdum íssins hafi tafið skipið
langan tíma.“
Þessi -tilkynning varð enn
síður til að róa aðstandendurna
og komust nú allskonar sögur
á kreik. Enska flotamálaráðu-
neytið gaf skipun um að eitt
skip þess, Deucalion, skyldi
leggja úr höfn í Höfðaborg til
að leita að hinu týnda skóla-
skipi.
Nokkrar óbyggðar eyjar eru
á þessari sigiingaleið: Prins
Edwardeyjar, Crozeteyjar og
Kerguelen, en hvalfangarar
koma þar nokkrum sinnum á
ári og þar eru matarbirgðir og
fatnaður handa skipbrotsmönn-
um. Frá þessu er skýrt á öll-
um sjókortum. Deucalion vitjaði
nú þessara eyja, en varð hvergi
var við skólaskipið eða skips-
höfn þess.
Enska skipið Beltana, sem 1.
maí fór frá Adelaide til Höfða-
borgar, leitaði á óbyggðu eyjun-
um St. Paul og Amsterdamey,
en án árangurs. Og annað enskt
skip, Halesius, sem fór 4. maí
frá Höfðaborg til Buenos Aires,
fékk skipun um að koma við á
eyjunum Tristan da Cunha og
Gough í Suðuratlantshafi. Á
Tristan da Cunha búa aðeins um
200 manns, afkomendur hval-
fangara og hermanna frá Napó-
leonsstríðunum. Engin loft-
skeytastöð var á eyjunni og gat
hugsast, að Köbenhavn hefði
leitað þar hafnar í nauð, en
skipakomur þangað voru aðeins
tvisvar á ári.
Foreldrarnir heima í Dan-
mörku biðu milli vonar og ótta
þangað til 28. maí, en þá kom
skeyti frá Halesius: „Hinn 21.
janúar sást seglskip með fjór-
um eða fimm siglum frá Tristan
da Cunha og fór það vestan við
eyjuna. Það virtist ekki láta að
stjórn og hafði aðeins uppi eitt
segl. Svo leit út sem skipið
mundi lenda á rifinu, af því að
það var komið inn í þangbeltið,
en þegar hvorki skipið né brak
úr því rak á eynni, töldu menn
að það hefði sloppið hjá. Sjór
var þungur og gátu eyjar-
skeggjar ekki sett út bát til að
athuga nafn skipsins. Hinn 13.