Úrval - 01.04.1955, Side 49
HVARF DANSKA SKÓLASKIPSINS KÖBENHAVN
47
wpe, hef ði 21. janúar farið fram-
hjá Tristan da Cunha og ekki
haft uppi full segl vegna þess
að.verið var að skipta um segl.
Þetta var talin sönnun þess, að
Köbenhavn, hefði e/ífci farið
framhjá Tristan da Cunha, og
skipstjórinn á Mexico, sem var
að leita í Indlandshafi, fékk
skipim um að hætta leitinni hinn
6. desember.
Hinn 15. október var haldinn
sjóréttur í Kaupmannahöfn og
taldi rétturinn ótvírætt, að skip-
ið hefði farizt, og að allt sem
í mannlegu valdi stæði hefði ver-
ið gert til að finna skipið og
áhöfnina.
Þessi sjóréttardómur verður
ekki véfengdur — en hvaða slys
'kom fyrir skipið og hvar og
hvenær? Slysið getur hafa orð-
ið 23. desember, þegar Köben-
havn svaraði ekki William
Blumer, en það getur líka hafa
orðið hvar sem var á leiðinni frá
Buenos Aires til Adelaide. Þó
að skipið svaraði ekki radio-
kalli er það engin sönntm þess,
að slys hafi orðið. Þegar ég
sigldi sem skipslæknir með
sænska skólaskipinu Abraham
Rydberg frá Gautaborg til
Ástralíu 1931—32 fórum við að
öllum líkindum sömu Ieið og
Köbenhavn hefur farið eða ætl-
að að fara. Við höfðum sendi-
tæki um borð bæði fyrir stutt-
bylgjur og langbylgjur. Á þess-
ari eyðilegu siglingarleið sigld-
um við vikum saman án þess að
að fá svar við kalli á langbylgj-
um, en höfðum hinsvegar dag-
lega samband við Gautaborg á
stuttbylgjum. Köbenhavn hafði
aðeins langbylgjusendir.
Hvað hefur þá getað valdið
slysinu ? Sennilegast er, að
Köbenhavn hafi rekizt á ísjaka,
en fregnir bárust einmitt af ís-
reki af þessum slóðum um þær
mundir sem skipið hvarf, og
það er alkunna, að skip getur
sokkið á skömmum tíma eftir
slíkan árekstur, einkum ef skip-
ið er — eins og Köbenhavn
var — búið járnreiða.
Önnur hugsanleg orsök er,
að fellibylur hafi hvolft skipinu,
en óvæntir fellibylir eru sjald-
gæfir á þessum slóðum og auk
þess var Köbenhavn með nærri
2000 lesta kjölfestu. Að vísu
getur skipi hvolft, ef kjölfestan
kastast út í aðra hliðina. Árið
1930 kom þetta fyrir sænska
barkskipið Herzogin Cecilie, það
rak stjórnlaust í heila viku með
45 gráðu slagsíðu áður en tókst
að moka til kjölfestunni, sem
var sandur, þannig að skipið
rétti sig. En aðeins lítill hluti
af kjölfestu Köbenhavn var
sandur.
Um eldhættu getur naumast
verið að ræða í stálskipi með
vatn og sand í kjölfestu, en
Köbenhavn hafði hjálparvél, og
sprenging í vélarúmi getur hafa
valdið slysinu.
Meginatriðið er: var það
Köbenhavn, sem sást frá Trist-
an da Cunha? Samkvæmt dag-
bókum finnska skipsins Ponape