Bókatíðindi - 01.12.1999, Blaðsíða 3
Efnisyfirlit
Síðustu Bókatíðindin á þessari öld berast nú í
póstkassa landsmanna með fréttum af því
nýjasta á bókamarkaðnum. Þau hafa komið út
árlega og verið dreift til allra heimila landsins síðan
1986 en voru áður gefin út nokkrum sinnum sem
sérrit með dagblaði.
Margt hefur breyst í bókaútgáfu á þessu árabili,
bæði hvað varðar tækni og innihald. Hljóðbækur og
bækur á geisladiskum ryðja sér til rúms og áberandi
er stóraukin útgáfa vandaðra fræðirita og handbóka
til notkunar fyrir almenning og þar á meðal börn, en
ekki einskorðuð við sértækt nám og fræðistörf.
Mikið er nú gefið út af bókum sem varða áhugamál
og tómstundir fólks og er það sama þróun og sést er-
lendis. Fagurbókmenntir, — skáldsögur og ljóð sem
ylja og næra andann, standa þó sem betur fer áfram
fyrir sínu og margir ungir íslenskir höfundar eru að
bætast í hópinn þessi árin.
Ýmsu er spáð um stöðu og þróun bókarinnar á
næstu öld, allt frá því að hún verði óþarfur forngrip-
ur í að hún haldi velli við hlið nýrra miðla og tækni
sem bætast við. Það er reyndar ekki nýtt að spáð sé
hruni bóka og bókmennta gagnvart nýrri tækni, —
bókin átti að hverfa með útvarpi, kvikmyndum,
sjónvarpi og ekki síst tölvutækninni, og nú er það
netið. Allt hefur hún staðið af sér. Og gerir áfram,
því þrátt fyrir möguleikana á leit í tölvu er þörfin
áfram fyrir hendi að fletta upp í og skoða bók á
skrifborðinu hjá sér, svo ekki sé minnst á ljúfar
stundir við að lesa með barninu sínu eða hreiðra
um sig í sófanum með nefið ofan í spennandi sögu.
Með þetta í huga er landsmönnum send árleg
jólabókakveðja og óskir um velfarnað á nýrri öld.
F.h. Félags íslenskra bókaútgefenda
Vilborg Harðardóttir
Leit og leikur að örsögu
Ein af örsögum Elísabetar Jökulsdóttur, Maðurínn
sem hætti að smakka það, birtist í þessu hefti Bóka-
tíðinda. Hún hefst á bls. 6 og heldur síðan áfram í
ritinu þar sem rúm myndast fyrir hana — alltaf á
rjómalitum grunni. Lesendur geta leitað sögunnar
og lesið í einum rykk eða í smábitum eftir því sem
hún birtist þeim. Góða skemmtun!
Happdrætti Bókatíðinda
Gleymið ekki að fylgjast með bókahappdrættinu.
Númerið er á baksíðu Bókatíðindanna.
Leiðbeinandi verð
„Leiðb. verð“ í Bókatíðindum 1999 er áætlað
útsöluverð í smásölu með virðisaukaskatti.
íslenskar barna- og unglingabækur..2
Þýddar barna- og unglingabækur... 16
íslensk skáldverk.................34
Þýdd skáldverk....................52
Ljóð..............................74
Fræði og bækur almenns efnis......81
Ævisögur og endurminningar.......116
Handbækur........................129
Útgefendur . 145
Höfundaskrá 147
Titlaskrá 151
BÓKATÍÐINDI1999
Útgefandi: Félag íslenskra bókaútgefenda Suðurlandsbraut 4A 108 Reykjavík sími: 553 8020, fax: 588 8668 netf.: baekur@mmedia.is
Hönnun kápu: Þórdís Claessen, 2. árs nemandi í grafískri hönnun, LHÍ
Ábm.: Vilborg Harðardóttir
Upplag: 104.000
Umbrot og beint á plötur (CTP): ÍP Prentþjónustan ehf.
Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Bókband: Flatey hf.
ISSN 1028-6748
1