Bókatíðindi - 01.12.1999, Blaðsíða 72
SILMERILLINN
J.R.R.Tolkien
Þýðing: Þorsteinn
Thorarensen
A undanförnum árum
hefur Fjölvi gefið út meist-
araverk Tolkiens Hringa-
dróttinssögu og Hobbit-
ann. Nú kemur út það
verk sem segja má að sé
grunnurinn að öllu sem
Tolkien skrifaði og gefur
sögum hans nýja vídd.
Hér mótar hann þann
hugarheim sem verk hans
hverfast um. Þetta er sköp-
unarsaga sem lýsir m.a.
tilurð og hlutverki Alfa
og Manna í baráttunni
gegn hinum illu öflum
Morgots og Saurons. Verk
sem allir Tolkienaðdá-
endur bíða eftir.
450 blaðsíður.
Fjölvi
ISBN 9979-58-336-3
Leiðb.verð: 4.480 kr.
SÍMON OG EIKURNAR
Marianne Fredriksson
Þýðing: Sigrún Ástríður
Eiríksdóttir
Símon og eikurnar er
heillandi skáldsaga eftir
höfund metsölubókarinn-
ar Anna, Hanna og Jó-
hanna. Þetta er í senn
einstök þroskasaga ungs
manns, saga litríkrar fjöl-
skyldu og saga um óvenju-
lega vináttu. Frásögnin
grípur lesandann föstum
tökum, stíllinn er þéttur
og persónurnar sterkar
og tilfinningaríkar. Bók-
in hefur hrifið lesendur
um víða veröld og setið
efst á metsölulistum.
404 blaðsíður.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-1417-1
Leiðb.verð: 4.280 kr.
SKUGGAR Á GRASI
Karen Blixen
Þýðing: Gunnlaugur R.
Jónsson
Þessi bók geymir nokkra
af frægustu sagnaþáttum
skáldkonunnar. Þetta eru
minningar um liðna tíð í
Afríku sem Karen Blixen
magnar síðan upp með
því að lýsa viðhorfum
sínum til siðmenningar
tveggja heima, Evrópu og
Afríku, og þess siðgæðis
sem ræður orðum og at-
höfnum mannanna. Dýr-
legur vitnisburður um þá
merkilegu menningu við
miðbaug sem blés hinni
miklu dönsku skáldkonu
sagnaranda í brjóst.
115 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1852-X
Leiðb.verð: 1.399 kr.
SPEGILMYND
Danielle Steel
Þýðing: Skúli Jensson
Spegilmynd er 41. met-
sölubók Danielle Steel.
Hún fjallar um eitt sterk-
asta og dularfyllsta sam-
band lífsins — samband
eineggja tvíbura og segir
frá lífi tveggja systra og
ógleymanlegum ferli
þeirra. Sæist önnur var
það eins og að sjá hina.
Jafnvel faðir þeirra þekkti
þær ekki í sundur.
Þær voru dætur ástríks
föður, sem aldrei hafði
jafnað sig eftir missi
konu sinnar, sem hafði
látist við fæðingu þeirra.
Olivia, hlédræg og alvar-
leg, ellefu mínútum eldri
en Victoria tók að mestu
að sér stjórn heimilisins
er þær stálpuðust og
reyndi að hafa hemil á
ffakkri og uppreisnar-
gjamri systnr sinni. Speg-
ilmynd er hrífandi, raun-
sæ mynd af eineggja tví-
burum, - ótrúlega ólík-
um að skapferli, — og ör-
lögum þeirra.
Bækur Danielle Steel
njóta fádæma vinsælda,
hafa verið þýddar á yfir
30 tungumál, og selst í
meira en 370 milljónum
eintaka.
256 blaðsíður.
Setberg
ISBN 9979-52-237-2
Leiðb.verð: 2.790 kr.
Þú ert kominn á slóðina - eftirleikurínn verður auðveldur
www.boksala.is
bók/KlK /túdervtA
Stúdentaheimilinu við Hringbraut • Sími 5700 777
70