Bókatíðindi - 01.12.1999, Blaðsíða 60
Þýdd skáldverk
THEODORE
DREISER
ui
CARRIE
SYSTIR
Eittn
eftiríifandi
DEAN
KOONTZ
CARRIE SYSTIR
Theodore Dreiser
Þýðing: Atli Magnússon
Þetta er fyrsta skáldsaga
Theodore Dreisers sem
út kemur á íslensku en
hann hefur löngum verið
nefndur „the grand old
man“ bandarískra bók-
mennta á 20. öld. Carríe
systir er fyrir löngu talin
meðal sígildra verka
heimsbókmenntanna.
Hór kynnist lesandinn
persónum sem hann mun
aldrei gleyma og furðu-
legum örlögum. A það
jafht við um aðalsögu-
hetjurnar sem þann lit-
ríka fjölda aukapersóna
er við söguna kemur, en
hún gerist einkum í
Chicago og New York, í
sterku og gerjandi mann-
lífi undir lok 19. aldar.
412 blaðsíður.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-457-7
Leiðb.verð: 4.480 kr.
EINN EFTIRLIFANDI
Dean Koontz
Þýðing: Jón Daníelsson
Dean Koontz er í hópi
allra vinsælustu spennu-
sagnahöfunda samtím-
ans og hafa bækur hans
verið þýddar á hátt í
fjörutíu tungumál.
Stór breiðþota ferst
með 330 manns innan-
borðs. Enginn kemst af.
Þrátt fyrir ítarlega rann-
sókn finnst aldrei nein
skýring á því sem gerð-
ist. Meðal farþega voru
eiginkona og tvær dætur
glæpafréttamannsins
Joes Carpenter. Joe grun-
ar að yfirvöfd hafi leynt
upplýsingum um slysið.
Æfur af reiði fer hann að
rannsaka málið en það
kemur honum á slóð
voldugra afla sem hund-
efta hann og vilja hann
feigan.
328 blaðsíður.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-453-4
Leiðb.verð: 3.480 kr.
ENEASARKVIÐA
Virgill
Þýðing: Haukur
Hannesson
Skáldið Virgill var höf-
uðskáld Rómverja á gulf-
öld þeirra og eftirlætis-
skáld Ágústusar keisara,
en að beiðni hans var
Eneasarkviða ort. Hún er
einn af hornsteinum sí-
gildra heimsbókmennta
og stendm: jafnfætis Hóm-
erskviðum að andagift og
kfiðmýkt. Verkið lýsir
hinstu stund Trójuborg-
ar, undankomu Eneasar,
forföður Rómverja úr
þeim hildarleik, þraut-
um hans á sjó og landi,
hervinningum, ástum og
landnámi á Italíu. Þessi
stórbrotni skáldskapur
um upphaf rómverskrar
menningar kemur nú í
fyrsta sinn út á íslensku.
388 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1869-4
Leiðb.verð: 4.480 kr.
RODDY DOYLE
penyfmarl
ÉG HEITI HENRY
SMART
Roddy Doyle
Þýðing: Bjarni Jónsson
Þetta er saga af frelsis-
baráttu en um leið ljúf-
sár þroska- og ástarsaga.
Henry Smart elst upp
við kröpp kjör í Dyflinni
mn síðustu aldamót. Hann
dregst inn í frelsisbaráttu
lands síns og verður ung-
ur hetja lýðsins. Hann
lifir háskalegu lífi á ystu
nöf, knúinn áfram af
óslökkvandi lífsþorsta.
Bókin hefur hlotið frá-
bæra dóma gagnrýnenda.
344 blaðsíður.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-1424-4
Leiðb.verð: 4.280 kr.
SIDNEY
SHELDON
FEIGÐAR-
DRAUMAR
FEIGÐARDRAUMAR
Sidney Sheldon
Þýðing: Jón Daníelsson
ísfenskum lesendum er
orðið vel kunnugt að
Sidney Sheldon kann
manna best að spinna
sögu. I þessari bók veitir
hann lesandanum inn-
sýn í sérkennilegan geð-
sjúkdóm sem síðustu
áratugi hefur verið við-
kvæmt umræðuefni með-
al geðlækna.
Ashley Patterson hef-
ur sterklega á tilfinning-
unni að hún sé ofsótt og
jafnvel í lífshættu. I ná-
grenni hennar eru fimm
karlmenn myrtir og lim-
lestir á hroðalegan hátt.
Ashley er handtekin og
sönnunargögnin virðast
ótvíræð. I kjölfarið fylgja
einhver sérstæðustu rétt-
arhöld sögunnar.
276 blaðsíður.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-444-5
Leiðb.verð: 3.480 kr.
58