Bókatíðindi - 01.12.1999, Blaðsíða 30
Þyddar barna-og unglingabækur
mmt^^^^mmmmmmmmmmmmmmmmi^mmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmm^^^mmm
sagnir Snorra-Eddu af
sköpun heimsins og við-
skiptum goðanna við jötna
og forynjur endursagðar
á ljóslifandi hátt, alls tíu
sögur, aðgengilegar og
læsilegar fyrir unga nú-
tímalesendur. Bókin er
listavel myndskreytt.
93 blaðsíður.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-442-9
Leiðb.verð: 1.980 kr.
strákur og svo kjarkmik-
ill að vinkona hans,
apastelpan Terka, á í
mestu vandræðum með
að hemja hann. Fjörug
og fyndin saga í bók sem
er skemmtileg í laginu,
byggð á samnefndri Dis-
ney-teiknimynd.
24 blaðsíður.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1414-7
Leiðb.verð: 690 kr.
SÖGUR Á HÁTTATÍMA
Hayden McAllister
Stefán Júlíusson
íslenskaði og
endursagði textann
I þessari bók eru 22
stuttar og skemmtilegar
sögur, prýddar gaman-
sömum litmyndum. Þetta
er tilvalin bók til að sýna
litlum börnum og lesa
fyrir þau. Einnig er hún
handa börnum sem sjálf
eru byrjuð að lesa.
Setberg
ISBN 9979-52-232-1
Leiðb.verð: 678 kr
SÖGUR VÍKINGANNA
Robert Swindells og
Peter Utton
Þýðing: Atli Magnússon
Ævintýralegur og fagur
heimur norrænnar goða-
fræði, sem jafnframt er
fullur af dulúð og ósvik-
inni spennu, er efni þess-
arar bókar. Hér eru frá-
TARZAN OG KALA
Hrífandi saga um górill-
una Kölu og Tarzan litla.
Kala finnur Tarzan í yfir-
gefnu húsi í skóginum
og þá gerist svolítið
óvænt. Sagan er byggð á
samnefhdri Disney-teikni-
mynd. Bókin er í bóka-
flokknum Litlu Disney
bækurnar.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-1415-5
Leiðb.verð: 290 kr.
TARZAN OG TERKA
Tarzan er eldfjörugur
VANDAMÁL BERTS
Sören Olsson og
Anders Jacobsson
Þýðing: Jón Daníelsson
Níunda bókin um þenn-
an óviðjafnanlega grall-
ara sem er líklega vin-
sælasta sögupersóna á Is-
landi.
Bert er nú kominn á
síðustu önn í skólanum
eftir jólafríið. Lífið er
stundum þungbært og
mörg vandamál hvíla
þungt á Bert. Til dæmis
eiga allir kærustur nema
hann. Helst vill hann fá
Nínu aftur, jafnvel þótt
hann þurfi næstum því
að leggja sig í lífshættu.
207 blaðsíður.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-432-1
Leiðb.verð: 2.480 kr.
VEIÐIGARPAR
DÝRARÍKISINS
Bent Jorgensen
Þýðing: Gissur Ó.
Erlingsson
Þessi bók segir frá mörg-
um merkilegum rándýr-
um og því hvernig þau
veiða sér til matar. Lesa
má um úlfinn, sem veið-
ir í hópum, um mang-
ann, snákabanann snjalla,
ljónið, konung dýranna,
háhyminginn, mesta rán-
dýr á jörðu og mörg fleiri
dýr.
46 blaðsíður.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-431-3
Leiðb.verð: 1.480 kr.
VÍSNABÓK BARNANNA
- GÆSAMÖMMUBÓK
Böðvar Guðmundsson
endurorti
I fýrra kom út há, mjó bók
Ævintýri barnanna sem
hlaut frábærar móttöknr.
Nú kemur út önnur há
og mjó bók: Vísnabók
bamanna - Gæsamömmu-
bók. Sami listamaður
myndskreytir en í bók-
inni eru meira en 200 lit-
myndir og teikningar.
Vísurnar og kvæðin eru
rúmlega 100 eftir Böðvar
Guðmundsson skáld, fjör-
legar vísur og skemmti-
legar, m.a.: Anna er enn í
fýlu - Boggi poggi, prakk-
arinn sá - Fúsi heimski -
28