Bókatíðindi - 01.12.1999, Blaðsíða 22
Þýddar barna-og unglingabækur
aði. Óvænt áskotnast
þeim gullpeningar sem
virðast eiga sér dular-
fulla fortíð í Þýskalandi
nasismans. Með peninga
í höndunum fara þau að
skoða ávöxtunarmögu-
leika sína í alvöru og fyrr
en varir verða þau að
skilja lögmál verðbréfa-
markaðarins ef vel á að
fara. En þegar fólk finnur
peningalykt getur sam-
keppnin orðið óvægin og
græðgin er oft ekki langt
undan.
Þýskir gagnrýnendur
telja bókina jafn mikil-
væga hagfræðinni og Ver-
öld Soffíu varð heimspek-
inni. Höfundurinn Niko-
laus Piper skrifar af af-
burða þekkingu enda rit-
stjóri viðskiptablaðs Siid-
deutsche Zeitung.
330 blaðsíður.
Æskan ehf.
ISBN 9979-9416-2-6
Leiðb.verð: 2.980 kr.
Henning Mankell
Ferðin á
heimsenda
FERÐIN Á HEIMSENDA
Henning Mankell
Þýðing: Gunnar
Stefánsson
Jóel er fimmtán ára og
skólinn að baki. Hann
vill komast burt til að
skoða heiminn og upp-
lifa ný ævintýri og legg-
ur af stað í viðburðaríka
ferð. Sænski höfundur-
inn Henning Mankell hef-
ur hlotið fjölmörg verð-
laun fyrir bækur sínar
um Jóel, en þetta er sú
fjórða og síðasta.
207 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1899-6
Leiðb.verð: 1.990 kr.
FLIKK KEMUR TIL
BJARGAR
Maurastrákurinn Flikk er
aðalhetjan í þessari sögu,
sem er byggð á kvik-
myndinni Pöddulíf. Bók-
in er í bókaflokknum
Litlu Disney bækurnar.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-1361-2
Leiðb.verð: 290 kr.
Frank og Jói
ÆVINTÝRI UM MIÐ-
NÆTTI
Franklin W. Dixon
Þýðing: Jón Birgir
Pétursson
Sögurnar af þeim bræðr-
um Frank og Jóa hafa far-
ið sigurför um heiminn.
Milljónir barna og ung-
linga hafa skemmt sér
við lestur þessara spennu-
bóka. Að þessu sinni
komast bræðurnir í kast
við illskeyttan bófaflokk
sem stelur demöntum og
rafeindatækjum. Þeir kom-
ast í hann krappan og
sleppa naumlega við bráð-
an bana. Leikurinn berst
víða, á landi, í lofti og á
sjó. En ráðsnilli Franks
og Jóa bregst þeim ekki
og allt fer vel að lokum.
142 blaðsíður.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-451-8
Leiðb.verð: 1.980 kr.
GÓÐA NÓTT,
GÓÐU VINIR
Þýðing: Stefán Júlíusson
Viktor á að fara að sofa.
En fyrst stansar hann
smástund hjá dótinu
sínu, burstar tennurnar,
sest á koppinn, skoðar
litabók og loks — loks
sofnar Viktor. Góða nótt,
góðu vinir! Skemmtileg
og sérstök bók fyrir
yngstu börnin að skoða
og lesa.
Setberg
ISBN 9979-52-234-8
Leiðb.verð: 568 kr.
HARRY POTTER OG
VISKUSTEINNINN
Joanna Rowling
Útgáfusaga bókanna um
hinn munaðarlausa Harry
Potter er einstök. Ekki ein-
ungis tókst ungri, atvinnu-
lausri, einstæðri móður
frá Edinborg að selja út-
gáfurétt á fyrstu bók sinni
fyrir metfjárhæð heldur
hefur bókaflokkur aldrei
fyrr náð viðlíka út-
breiðslu og vinsældum og
þessar margverðlaunuðu
bækur. Nú eru bækurnar
um Harry Potter orðnar
þrjár og sitja þær í þrem
efstu sætum metsölulista
New York Times. Harry
Potter og viskusteinninn
er fyrst í röðinni.
210 blaðsíður.
Bjartur
ISBN 9979-865-55-5
Leiðb.verð: 1.980 kr.
HESTURINN MINN
Bruce McMillan
Þýðing: Sigurður A.
Magnússon
Falleg saga um samskipti
20