Bókatíðindi - 01.12.1999, Blaðsíða 126
Ævisögur og endurminningar
JÓN LEIFS -
TÓNSKÁLD í MÓTBYR
Carl-Gunnar Áhlén
Þýðing: Helga
Guðmundsdóttir
Hann samdi stórbrotna
tónlist með séríslensk-
um blæ, sérvitringur í
sögu hljómfræðinnar, eig-
inhagsmunaseggur, ósér-
hlífinn brautryðjandi. Allt
þetta hefur verið sagt um
Jón Leifs og erfitt er að
greina hvar þjóðsögum
sleppir og fótur reynist
fyrir frásögnunum. En í
þessari merkilegu ævi-
sögu er rakinn æviferill
Jóns, þrotlaus barátta hans
fyrir viðurkenningu í tón-
listarheiminum og þrauta-
ganga í einkalífi. Þetta er
saga um mikinn metnað,
miklar fórnir og mikinn
harm, en jafnframt óbil-
andi viljastyrk og trú á
eigin gáfu. Bókin er
byggð á ítarlegum rann-
sóknum á bréfum og
gögnum úr einkasafni
Jóns Leifs, en höfundur-
inn er tónlistarritstjóri
við Svenska Dagbladet.
366 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1864-3
Leiðb.verð: 4.480 kr.
JÓNAS HALLGRÍMS-
SON - ÆVISAGA
Páll Valsson
I þessari miklu sögu eru
flóttaðir saman þræðir úr
ýmsum áttum til þess að
draga upp mynd af
margbrotnum manni, og
vikið er að mörgum þátt-
um í ævistarfi Jónasar og
einkalífi sem menn hafa
hingað til ekki gefið
gaum. Jónas var ekki að-
eins ástsælt skáld, held-
ur og innblásinn nátt-
úrufræðingur, landkönn-
uður og umdeildur fram-
farasinni sem beitti sór
af krafti í þjóðþrifamál-
um jafnframt því sem
hann bjó við rysjótt ver-
aldargengi og lánleysi í
ástamálum. Fjöldi lit-
ríkra persóna kemur við
sögu í lifandi mynd af
samtíma Jónasar. Bókin
kemur út á Degi íslenskr-
ar tungu, 16. nóvember,
afmælisdegi skáldsins.
520 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1984-4
Leiðb.verð: 4.980 kr.
Borðeyri • 500 Staður
Sími 451 1130 • Fax 451 1155
KÁRI í JÖTUNMÓÐ
GuðniTh.Jóhannesson
Kári Stefánsson kom
eins og stormsveipur inn
í íslenskt þjóðlíf árið 1996
með stórbrotin áform,
sem áttu eftir leiða til
hatrammra átaka. En vit-
um við alla söguna um
upphaf íslenskrar erfða-
greiningar? Hver er mað-
urinn Kári Stefánsson?
Hvað býr að baki áform-
um hans? Og hvert stefn-
ir? Hér er rakin saga Kára
og Islenskrar erfðagrein-
ingar til þessa dags, skrif-
uð á hlutlausan hátt af
vönduðum sagnfræðingi.
Bók sem sætir tíðindum.
250 blaðsíður.
Nýja Bókafélagið ehf.
ISBN 9979-9418-2-0
Leiðb.verð: 4.480 kr.
LÍFSGLEÐI
Minningar og frásagnir
Þórir S. Guðbergsson
Lífsgleði-bækurnar hafa
hlotið fastan sess á ís-
lenskum bókamarkaði og
um mörg undanfarin ár
verið í flokki söluhæstu
ævisagnanna. Þau sem
segja frá í þessari nýju
bók eru: Séra Arni Páls-
son fyrrverandi sóknar-
prestur, Herdís Egils-
dóttir kennari og rithöf-
undur, Margrét Hró-
bjartsdóttir geðhjúkrun-
arfræðingur og kristni-
boði, Rúrik Haraldsson
leikari og Ævar Jóhann-
esson sem jafnframt öðr-
um störfum hefur þróað
og framleitt hið áhrifa-
ríka „lúpínuseyði".
Alls hafa 46 Islending-
ar slegið á létta strengi
og rifjaö upp minningar
sínar í þessum vinsæla
bókaflokki.
Kærkomin bók fyrir
alla sem unna góðum
endurminningabókum.
185 blaðsíður.
Hörpuútgáfan
ISBN 9979-50-106-5
Leiðb.verð: 3.480 kr.
Ljós viö
Látraröst
Einar Guðmundsson skráði
LJÓS VIÐ LÁTRARÖST
Ásgeir Erlendsson á
Hvallátrum segir frá
Einar Guðmundsson á
Seftjörn
Frásögur Geira á Látrum
eru ekki allar um afrek,
heldur einnig mistök og
124