Bókatíðindi - 01.12.1999, Blaðsíða 138
Handbækur
HEILSA KARLA -
HEILBRIGT VIÐHORF
Joe Armstrong
Þýðing: Reynir
Harðarson
Sumir karlar geta verið
mjög ábyrgir á ýmsum
sviðum tilverunnar en
gjörsamlega kærulausir
þegar kemur að þeirra
eigin heilsu. Þeir til-
einka sér gáfulega lang-
tíma áætlun í fjármálum,
huga vel að starfsframa
og viðhaldi bílsins en
gleyma heilsunni.
Það er miklu ólíklegra
að karlar leiti til læknis
en konur, en miklu lík-
legra að það sé komið
með þá í skyndi á sjúkra-
hús með hjartaáfall eða
heilablóðfall.
Þessari bók er ætlað að
benda körlum á að þeir
þurfa að huga að heils-
unni. Bókin hentar vel
fyrir mæður, eiginkonur,
dætur, systur og aðra sem
standa næst karlmönn-
um. Magnús Scheving
skrifar formála.
120 blaðsíður.
PP Forlag
ISBN 9979-9340-5-0
Leiðb.verð: 1.380 kr.
HEILSUBÓK
FJÖLSKYLDUNNAR
Ritstj.: Sigríður
Harðardóttir
Þýðing: Ólafur B.
Guðnason og
Heiga Þórarinsdóttir
Heilsubók fjölskyldunn-
ar er einstaklega aðgengi-
leg og ítarleg handbók
þar sem greint er skil-
merkilega frá öllum helstu
tegundum óhefðbund-
inna lækninga. Lækninga-
aðferðunum er lýst, fjall-
að um alla algengustu
sjúkdóma og hvernig
óhefðbundnar lækningar
geta komið þar að gagni.
Bókin er unnin í sam-
vinnu við íslenska sér-
fræðinga. Bókin hefur
verið ófáanleg um skeið
en hefur nú verið endur-
prentuð.
288 blaðsíður í stóru
broti.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-1273-X
Leiðb.verð: 7.900 kr.
BOKabúð BOðvsrs
Reykjavíkurvegi 64 • 200 Hf.
Sími 565 1630 • Fax 565 1777
HEIMSATLAS
Vasahandbók
Ritstj.: Björn
Þorsteinsson
Þýðing: Kristján B.
Jónasson og
Björn Þorsteinsson
Þessari litlu handbók má
stinga í vasann, en engu
að síður geymir hún kort
yfir allan heiminn, öll
lönd og heimsálfur. Kort-
in eru einstaklega skýr
og áferðarfalleg og á
þeim má finna samtals
um 6500 örnefni. Aftast í
bókinni er ítarlegur
nafnavísir.
192 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1831-7
Leiðb.verð: 1.980 kr.
HORNSTRANDIR -
GÖNGULEIÐIR
Páll Ásgeir Ásgeirsson
Margslungnum töfrum
Hornstranda er erfitt að
lýsa, en hér eru greinar-
góðar lýsingar á vinsæl-
ustu gönguleiðunum og
helstu náttúruperlum
svæðisins. Bókin er ríku-
lega skreytt ljósmyndum
og í miðju hennar er kort
af svæðinu. Bókin er
mjög gott veganesti fyrir
Hornstrandafara því að
þetta svæði gerir meiri
kröfur um búnað en aðr-
ir landshlutar og að fjöl-
mörgu er að hyggja áður
en lagt er í slíka ævin-
týraför. Höfundurinn er
þaulvanur fjallagarpur og
hefur skrifað leiðsögurit
um nokkrar vinsælustu
gönguleiðir landsins.
96 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1916-X
Leiðb.verð: 2.490 kr.
HÖFUÐPRÝÐI
Handbók
um húfuprjón
Gro Sandvik
Þýðing: Ingibjörg
Eyþórsdóttir
Þessi hagnýta og að-
gengilega bók um húfu-
prjón hefur að geyma
prjónauppskriftir að 73
fallegum höfuðfötum á
alla fjölskylduna. Bæði
136