Bókatíðindi - 01.12.1999, Blaðsíða 116
Fræði og bækur almenns efnis
ÞAÐ ER YFIR OSS
VAKAÐ
Haraldur Níelsson
Safn predikana eftir einn
mesta áhrifamann í kristni-
sögu Islands og trúarlífi
þjóðarinnar. Hann hafði
mikil áhrif á þjóð sína
sem fyrirlesari og predik-
ari. Vegna afskipta sinna
af spíritisma og sálar-
rannsóknum varð hann
einn umdeildasti maður
síns tíma. Hér er að finna
tuttugu og fimm predik-
anir eftir séra Harald.
Nítján þeirra hafa áður
birst á prenti, flestar í
predikunarsöfnum hans
en aðrar eru aðeins til í
handriti.
192 blaðsíður.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-389-2
Leiðb.verð: 3.500 kr.
ÞAR SEM
LANDIÐ RÍS HÆST
Bókin um Öræfasveit
og Öræfajökul
Snævarr Guðmundsson
Hér er dreginn saman
mikill fróðleikur um Ör-
æfasveit fyrr og nú, lífs-
hætti og búsetu. Einnig
er hér í fyrsta skipti
skráð sagan af því hvern-
ig menn hafa smám sam-
an kannað og kortlagt
þetta fjölbreytta og tign-
114
arlega fjalla- og jökla-
svæði. Höfundur rekur
fornar heimildir, segir
frá fyrstu tilraunum til
að klífa fjöll og tinda fyr-
ir tvö hundruð árum og
skýrir vel hvernig hug-
myndir manna um þetta
stórkostlega hérað hafa
smám saman skýrst og
mótast. Bókin er prýdd
fjölda ljósmynda eftir
höfundinn.
186 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1874-0
Leiðb.verð: 4.980 kr.
ÞINGROFIÐ
14. apríl 1931
Dr. Haraldur
Matthíasson
Fjallað er um einn mesta
átakaatburð í íslenskum
stjórnmálum, þingrofið
1931. Þá hætti Alþýðu-
flokkur að veita ríkis-
stjórn Framsóknarflokks
hlutleysi og hugðist semja
við Sjálfstæðisflokk um
nýja kjördæmaskipan. Bar
Sjálfstæðisflokkur fram
vantraust á stjórnina,
sem útlit var fyrir að yrði
samþykkt. Skyldi fara
fram útvarpsumræða um
vantraustið, hin fyrsta á
fslandi. Af henni varð
ekki, því Tryggvi Þór-
hallsson forsætisráðherra
las upp konungsbréf um
þingrof. Háreysti varð í
þingsalnum og töldu
stjórnarandstæðingar
þetta stjórnarskrárbrot. í
kjölfar þingrofsins voru
haldnir mótmælafundir,
farið í mótmælagöngur
og setið um bústað for-
sætisráðherra í viku. Dr.
Haraldur Matthíasson,
landskunnur fræðimaður,
sagnaþulur og ferðagarp-
ur lýsir þessum atburð-
um, en hann var þing-
skrifari á þessum örlaga-
tímum.
133 blaðsíður.
Sögufélag - Skrifstofa
alþingis
ISBN 9979-9059-3-X
Leiðb.verð: 2.280 kr.
ÞJÓÐRÁÐ
Hörður Bergmann
Þjóðráð er innlegg í um-
ræðuna um þróun og
ffamtíð íslensks þjóðfé-
lags, vandamál þess og
viðfangsefni í upphafi
nýrrar aldar. Höfundur
skilgreinir hvaða vanda
er helst við að etja og
varpar fram rökstuddum
tillögum um lausnir sem
felast ekki í auknum fjár-
framlögum og meiri hag-
vexti, heldur breytingu á
markmiðum, lífsháttum
og viðhorfum. Er að
verða til efnahagslegt
kynslóðabil sem erfitt er
að brúa? Hvernig má
tryggja hagkvæma nýt-
ingu auðlinda án þess að
þrengja kosti þeirra sem
erfa landið? Er unnt að
lifa betra lífi með minna
umleikis og tryggja vel-
ferð til frambúðar? Hvem-
ig má draga úr völdum
fámennra þrýstihópa?
Hvernig má lækna mein-
semdir heilbrigðiskerfis-
ins? Þjóðráð er bók sem
varpar fram spurningum
og bendir á lausnir.
142 blaðsíður.
Iðunn
ISBN 9979-1-0365-5
Leiðb.verð: 1.890 kr.
ÞJÓÐSÖGUR VIÐ SJÓ
Sögurnar í þessari bók
eru frá Norður-Noregi,
Lapplandi, Færeyjum,
Islandi og Grænlandi.
Þær fjalla um fólk sem
býr við hafið og sækir
þangað lífsbjörg sína.