Bókatíðindi - 01.12.1999, Blaðsíða 68
Þýdd skáldverk
LJÓSí ÁGÚST
William Faulkner
Þýðing: Rúnar Helgi
Vignisson
William Faulkner er
ávallt nefndur einna fyrst-
ur þegar spurt er um
fremstu meistara heims-
bókmenntanna. Engin
skáldsagna þessa mikla
snillings hefur fyrr kom-
ið út í íslenskri þýðingu.
Ljós í ágúst er ein af
viðameiri sögum hins
bandaríska höfundar og
segir söguna af Joe Christ-
mas, hvítum svertingja,
en er jafnframt úttekt á
samskiptum kynþátta og
kynjanna. Rúnar Helgi
Vignisson þýddi og rit-
aði eftirmála.
350 blaðsíður.
Bjartur
ISBN 9979-865-61-X
Leiðb.verð: 3.880 kr.
MEISTARI JIM
Joseph Conrad
Þýðing: Atli Magnússon
Meistari Jim settist að á
afskekktri eyju í Austur-
Indíum. Þar var hann
dáður friðflytjandi og rétt-
látur stjórnandi, en saga
hans fólst ekki í þessum
afrekum, heldur bjó hún
í mistökum hans. Meist-
ari Jim kvaldist af
skömm yfir því að hafa
brugðist á hættustund og
Meiálari
flúið undan þeim orðrómi
að hann væri lydda.
Spennandi ævintýra- og
sjóferðasaga og mögnuð
lýsing á fólki sem lendir
í aðstæðum þéu sem
reynir á siðferðisþrek til
hins ítrasta. Joseph Con-
rad (1857-1924) er eitt af
öndvegisskáldum bók-
menntasögunnar og mik-
ill fengur að þessu fræga
verki hans á íslensku.
345 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1931-3
Leiðb.verð: 3.980 kr.
MINNINGAR GEISJU
Arthur Golden
Þýðing: Sverrir
Hólmarsson
Japanska geisjan, Nitta
Sayuri, lítur yfir farinn
veg: Níu ára gömul er
hún seld í geisjuhús og
þjálfuð í þeirri list að
geðjast og skemmta karl-
mönnum. Þegar heims-
styrjöldin síðari skellur á
og geisjuhúsunum er
lokað verður Sayuri að
endurskapa eigin per-
sónu og finna sér fágætt
frelsi á eigin forsendum
- í fyrsta sinn í lífinu.
Þessi áhrifamikla skáld-
saga varð gríðarlega vin-
sæl í Bandaríkjunum og
hefur trónað á metsölu-
listum um allan heim.
Mikil söguleg þekking,
eftirminnilegar persónur
og næmleiki gera söguna
að sannkölluðu lista-
verki.
499 blaðsíður.
Forlagið
ISBN 9979-53-383-8
Leiðb.verð: 4.480 kr.
NÁIN KYNNI
Hanif Kureishi
Þýðing: Jón Karl
Helgason
Jay ætlar að laumast óséð-
ur að heiman og yfirgefa
konu sína Susan og litlu
s^mina tvo. Kvöldið fyrir
brottförina rifjar hann
upp árin með Susan.
Hann gerir upp líf sitt af
hreinskilni og miskunn-
arleysi þar sem ekkert er
dregið undan og engum
er hlíft. Þetta er hugleið-
ing um ástina, vináttuna,
hamingjuna og samskipti
elskenda.
Bókin Náin kynni kom
út í Englandi árið 1998
og vakti strax mikla úlf-
úð vegna óvæginna lýs-
inga Kureishis á samskipt-
um kynjanna.
124 blaðsíður.
Bjartur
ISBN 9979-865-49-0
Leiðb.verð: 1.880 kr.
OPINBERUN
JÓHANNESAR
Opinberunarbók Jóhann-
esar er eitt sérstæðasta
og stórbrotnasta rit Nýja
testamentisins. Hún lýs-
ir síðustu tímum fyrir
dómsdag í myndríku máli
sem endurspeglast í
myndmáli skáldskapar
alla tíð síðan. Yfir þess-
um volduga texta vakir
trúin á að Kristur komi í
kjölfar dómsdags og op-
inberi vald sitt og tign.
Allur búnaður verksins
hæfir fallegri gjafabók.
Karl Sigurbjörnsson, bisk-
up Islands, ritar formáls-
orð en Leifur Breiðfjörð
myndskreytir verkið.
181 blaðsíða.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1979-8
Leiðb.verð: 4.980 kr.
Örsagan frh.:
smjörstykki. Konan
sagði ekki neitt svo til
66